Top Social

Nýju nágrannarnir mínir

August 30, 2014
Í byrjun ágúst bar aldeilis til tíðinda hér í hverfinu...
en þá fluttu sonur minn og litla ömmustelpan í húsið beint á móti okkur,
og þegar pabbinn bar litlu stelpuna sína í fyrsta sinn upp tröppurnar sínar, 
 þá tók ég þessa mynd af þeim af tröppunum hjá mér.
og það er ekki langt á milli okkar !


Fallegu nýju nágrannarnir mínir í gamla sjarmerandi húsinu sínu.

Það verður nú ekki langt þar til sú stutta segir bara 
 "amma ég er farin heim"

"bless"

Hér situr hún svo úti á bletti hjá ömmu sinni og nýja heimilið í bakgrunni.

Já það er ekki að furða að bloggið hafi setið á hakanum undanfarið með þennann litla gullmola í næsta húsi og nú er bara að gera nýtt herbergi fyrir litlu dömuna í herbergi undir súð  með fallegum gömlum glugga. 
Spennandi verkefni!

Kær kveðja
amma Stína





Góðan daginn

August 27, 2014




Hér byrja ég daginn á einföldum morgunverði og smá bloggi,
stundum er það bara góð byrjun á deginum.


Eigið góðann dag,
kveðja
Stína Sæm






innlit í Barcelona

August 25, 2014

Mánudagsinnlit á flott heimili í gömlu húsi í Köben










Mánudagsheimsóknin á fallegt danskt heimili


Fallegt danskt heimili,
í hvítum strandarstíl,
Heimilið er í grunninn hvítt... 
veggir, gólf, loft og innréttingar er hvítt, svo auðvelt er að breyta til með smáhlutum eins og púðum, vösum og teppum,
hér er blandað saman gömlu og nýju, og fínu og rustyc, svo heimilið er í senn  persónulegt, gamladags en þó svo stílhreint.



















sætur sunnudagur // sweet sunday

August 24, 2014
unetouchederose.com / Chocolate & coffee marble cake (lactose free)

Bohemian beach wedding

August 23, 2014


Sumariðleg og glaðleg myndasyrpa

August 22, 2014
Sumarið er svo sannarlega ekki búið 
og veðrið er hreinlega búið að leika við okkur hér á suðvestur horniu í Ágúst, 
svo ég get bara ekki hugsað mér neitt meira viðeigadi á þessum dásamlega bjarta föstudegi en að deila með ykkur nokkrum vel völdum sumarmyndum.


All the beautiful things. Photographer, Loreta
Hún Loreta er snillingur í að færa okkur fallegar myndir úr nátturunni,
 svo við næstum finnum ilminn af blómunum og hlíjuna frá sólinni.
Fylgist með blogginu hennar og sjáið allar árstíðar skarta sínu fegursta.

A cup of joy
 The Best (French) Picnic Dish,
 hér að ofan er að finna uppskriftir til að gera svona girnilegt nesti í lautarferðina.

blog.suegraphy.com
Berfætt og frjálsleg:
Þessi sumarlega mynd hér að ofan er úr dásamlegri og skemmtilegri brúðarmyndatöku.

kinfolk.com
Það jafnast fátt á við gott sumarparty og veisluhöld úti í garði á góðri helgi.

Eigið góða helgi
kær kveðja
Stina Sæm

Draumahúsið mitt

August 18, 2014
 Í dag ætlum við að kíkja í heimsókn í hús í Sviþjóð sem ég fann á uppáhalds fasteignasíðunni minni Stadshem eins og svo mörg önnur innlit sem við kíkjum í.
 Húsið er eiginlega bara fullkomið að mínu mati, hvítt timburhús með fallegum garði.. algjör sumarparadís og heimilið er að sama leiti algjörlega sniðið að mínum smekk,
 svo fallegt

neðri hæðin.

 Við byrjum á því að ganga inní litla bjarta  forstofu, 

þar er stiginn upp á loft,

og þaðan er gengið inní eldhúsið.



Dásamlegt eldhús í sveita stíl,


og öll fallegu smáatriðin 

í þessu notalega eldhúsi,

sjáið bara gömlu flottu innréttinguna.
Innaf eldhúsinu er svo gengið inní borðstofuna:






úr eldhúsinu og borðstofunni er svo gengið inn í tvær stofur

  og úr þessum tveimur stofum er farið út í litla glerstofu 

sem liggur út í garðinn





 og garðurinn er algjör draumaveröld,

 en áður en við skoðum garðinn betur ætlum við að kikja á efri hæðina


Efri hæðin






 Ég gæti alveg hugsað mér að vakna upp í þessu umhverfi.







 já ég væri til í að búa í þessu húsi 
eða að minnsta kosti að eiga þetta sem sumarhús,




Hafið það sem allra best á þessum dásamlega degi,
og eigið góða viku frammundan.

kær kveðja 
Stína Sæm



Auto Post Signature

Auto Post  Signature