Við höldum áfram með nýju blogg seríuna,
eða
Milk Paint Color Inspiration.
Þetta er sería sem er algjörlega í anda Svo Margt Fallegt,
þar sem ég deili myndasyrpu með fallegum myndum innblástnum af einum lit frá Miss mustard seeds milk paint.
á sumum myndunum er myndefnið málað í litnum sjálfum, aðrar eru einfaldega bara fallegar myndir sem minna á litin okkar.
Eins og alltaf tengi ég link við myndirnar ef uppruninn er til staðar, svo hægt er að klikka á myndina og skoða meira .
Apron Stríngs er kóral rauður og er svona mitt á milli þess að vera rauður eða bleikur, kanski pínulítið út í appelsínugult í sumum tilfellum.
Með því að blanda honum við hvítt er hægt að fá enn fjölbreyttari litatóna og alveg niður í ljósbleikan.