Top Social

Litlir heklaðir fuglar, með uppskrift, sniðugt fyrir byrjendur.

March 31, 2015

Ég hef rosalega gaman af einföldum og fljótlegum verkefnum,
eins og þessum litlu krúttlegu fuglum.

Þeir eru æðislegt verkefni til að taka með sér,
skella einni dokku af bómullargarni og heklunál í veskið áður en farið er út úr húsi,

og svo enda ég með svona..
fullt af búkum og vængjum sem á eftir að klára að gera að litlum krúttlegum fuglum,
en sem betur fer er ekki mikið að sauma saman og þess vegna elska ég þessa fugla,
bara hekla einn búk, vængi og gogg og setja saman.


Fyrir ykkur sem ekki hafið heklað svona amigurumi fígurur,
þá er alltaf byrjað á galdralykkju og heklað í hring með fastalykkju. 
Kensluvideo frá Garnstudio á:
  galdralykkju, fastalykkju og úrtaka (2 fl saman)

Ég nota bómullargarnið frá Söstrene Grene og nál nr 3

Búkur:
Byrjið á galdralykkju
UMFERÐ 1: Heklið 6 fl í hringinn
UMFERÐ 2: Heklið 2 fl í hverja fl = 12 fl
UMFERÐ 3: * Heklið 1 fl í næstu fl, 2 fl í næstu fl *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 18 fl.
UMFERÐ 4: Heklið 1 fl í hverja fl = 18 fl.
UMFERÐ 5:* Heklið 1 fl í næstu 2 fl, 2 fl í næstu fl *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 24 fl.
UMFERÐ 6-8: Heklið 1 fl í hverja fl = 24 fl.
UMFERÐ 9: * Heklið 1 fl í næstu 3 fl, 2 fl í næstu fl *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 30 fl.
UMFERÐ 10-13: Heklið 1 fl í hverja fl = 30 fl.
UMFERÐ 14: * Heklið 1 fl í næstu 4 fl, 2 fl í næstu fl *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 36 fl.
UMFERÐ 15-17: Heklið 1 fl í hverja fl = 36 fl.
UMFERÐ 18: * Heklið 1 fl í næstu 4 fl, heklið nú 2 næstu fl saman *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 30 fl
UMFERÐ 19: * Heklið 1 fl í næstu 3 fl, heklið nú 2 næstu fl saman *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 24 fl
Fyllið nú með vatti.
UMFERÐ 20: * Heklið 1 fl í næstu 2 fl, heklið nú 2 næstu fl saman *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 18 fl.
UMFERÐ 21: * Heklið 1 fl í næstu  fl, heklið nú 2 næstu fl saman *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 12 fl.
UMFERÐ 22: Heklið 2 fl saman út umferð = 6 fl.

Vængir x 2
Byrjið á galdralykkju
UMFERÐ 1: Heklið 6 fl í hringinn
UMFERÐ 2: * Heklið 1 fl í næstu fl, 2 fl í næstu fl *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 9 fl.
UMFERÐ 3: Heklið 1 fl í hverja fl = 9 fl.
UMFERÐ 4: Heklið 1 fl í næstu 3 fl, 2 fl í næstu fl, Heklið 1 fl í næstu 4 fl, 2 fl í næstu fl = 11 fl.
UMFERÐ 5-8: Heklið 1 fl í hverja fl = 11 fl.
 Saumið á búkin í ca 10. umferð.Goggur:

Byrjið á galdralykkju
UMFERÐ 1: Heklið 4 fl í hringinn
         UMFERÐ 2: Heklið 2 fl í hverja fl = 8 fl
Saumið á búkinn í 9-10 umferð
saumið augu með svörtu garni við 8-9. umferð, nálægt gogginum. 
Ég nota merki sem ég festi í fyrstu lykkju í umferð og færi svo til í hverri umferð, alltaf í fyrstu lykkju hverrar umferðar.
og þá nota ég svona voða fínt bling, en mér finst það bara mun betra en hefðbundið prjónamerki, og svo er það svo mikið flottara ;)

Mér finst rosalega sætt að hengja trékulur í silkiborða neðan i fuglana og láta þá hanga í grein.
Þessir eru í barnaherberginu hjá ömmustelpunni minni, en þá að sjálfsögðu er ekki hægt að leifa litlum krílum að leika sér með þá, þar sem kúlurnar eru ekki safe. Ég hef gert fuglana í pastelitum fyrir barnaherbergi og svo td gráa og hvíta,  bara sem hefðbundið heimilisskraut og núna sem páskaunga í hvítu og gulu með appelsinugulann gogg.

Bara um að gera að leika sér  með liti og hafa gaman að þeim.

Gangi ykkur 
kær kveðja 
Stína SæmSvo margt fallegt á
  Facebook og Instagram,

Ef ykkur likar þessi póstur megið þið klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best. Takk innilega elskurnar

Bella notte linens

March 25, 2015

Ég hef áður deilt með ykkur myndum af dásamlega líninu frá Bella Notte En þær eru bara svo undurfagrar að það er ekki hægt annað en dáðst að þeim.

Svo við skulum skoða nýju línuna frá þeim og bara ýminda okkur að við getum skriðið uppi og kúrt í mjúku og brakandi hreinu rúmfötunumLive with plants

March 24, 2015
Ég elska að hafa grænar plöntur hér inni hjá mér, 
ástríðan er fremur ný af nálinni... eða kanski bara gömul.

Hér er Amarillis laukurinn minn í aðalhlutverki en ég stóðst það ekki að mynda hann
með virðulegu blöðin sem hann skartar núna eftir blómgunina.En þessi elska blómstraði svona fallega næstum allann janúar og febrúar.


Ekki skemmir fyrir að sólin er farin að læðast inn um gluggana og lýsa upp heimilið,
já er það ekki bara dásamlegt? ;)

Hafið það sem allra best
kær kveðja
Stína Sæm
Innlit á heimili í töff, náttúrulegum stíl // cool house in nutreal style

March 23, 2015
Monday house tour to designer Jytte Lund Pedersen, her husband and their two children, in Danmark.

White and black, mixed with raw wood and clay makes this home cool but yet so warm and cozy,
but the home is inspired from the nature around it.
Simple beautiful raw and nutreal interior.


Mánudagsheimsókn til stílistans Jytte Lund Pedersen og fjölskyldu í Danmörku.
Hvítt og svart í bland við nutral við og leir, gerir þetta heimili alveg einstaklega töff og flott en þó svo hlílegt og notalegt enda er innblasturinn fengin úr nátturunni í kring.Foto: Morten Holtum
Lesið allt um heimilið á 

See more beautiful homes here / hér getur þú séð fleiri falleg innlit.
Kær kveðja
Stína Sæm


flott lítil listmanns íbúð

Auto Post Signature

Auto Post  Signature