Top Social

Litlir heklaðir fuglar, með uppskrift, sniðugt fyrir byrjendur.

March 31, 2015

Ég hef rosalega gaman af einföldum og fljótlegum verkefnum,
eins og þessum litlu krúttlegu fuglum.

Þeir eru æðislegt verkefni til að taka með sér,
skella einni dokku af bómullargarni og heklunál í veskið áður en farið er út úr húsi,

og svo enda ég með svona..
fullt af búkum og vængjum sem á eftir að klára að gera að litlum krúttlegum fuglum,
en sem betur fer er ekki mikið að sauma saman og þess vegna elska ég þessa fugla,
bara hekla einn búk, vængi og gogg og setja saman.


Fyrir ykkur sem ekki hafið heklað svona amigurumi fígurur,
þá er alltaf byrjað á galdralykkju og heklað í hring með fastalykkju. 
Kensluvideo frá Garnstudio á:
  galdralykkju, fastalykkju og úrtaka (2 fl saman)

Ég nota bómullargarnið frá Söstrene Grene og nál nr 3

Búkur:
Byrjið á galdralykkju
UMFERÐ 1: Heklið 6 fl í hringinn
UMFERÐ 2: Heklið 2 fl í hverja fl = 12 fl
UMFERÐ 3: * Heklið 1 fl í næstu fl, 2 fl í næstu fl *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 18 fl.
UMFERÐ 4: Heklið 1 fl í hverja fl = 18 fl.
UMFERÐ 5:* Heklið 1 fl í næstu 2 fl, 2 fl í næstu fl *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 24 fl.
UMFERÐ 6-8: Heklið 1 fl í hverja fl = 24 fl.
UMFERÐ 9: * Heklið 1 fl í næstu 3 fl, 2 fl í næstu fl *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 30 fl.
UMFERÐ 10-13: Heklið 1 fl í hverja fl = 30 fl.
UMFERÐ 14: * Heklið 1 fl í næstu 4 fl, 2 fl í næstu fl *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 36 fl.
UMFERÐ 15-17: Heklið 1 fl í hverja fl = 36 fl.
UMFERÐ 18: * Heklið 1 fl í næstu 4 fl, heklið nú 2 næstu fl saman *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 30 fl
UMFERÐ 19: * Heklið 1 fl í næstu 3 fl, heklið nú 2 næstu fl saman *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 24 fl
Fyllið nú með vatti.
UMFERÐ 20: * Heklið 1 fl í næstu 2 fl, heklið nú 2 næstu fl saman *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 18 fl.
UMFERÐ 21: * Heklið 1 fl í næstu  fl, heklið nú 2 næstu fl saman *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 12 fl.
UMFERÐ 22: Heklið 2 fl saman út umferð = 6 fl.

Vængir x 2
Byrjið á galdralykkju
UMFERÐ 1: Heklið 6 fl í hringinn
UMFERÐ 2: * Heklið 1 fl í næstu fl, 2 fl í næstu fl *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 9 fl.
UMFERÐ 3: Heklið 1 fl í hverja fl = 9 fl.
UMFERÐ 4: Heklið 1 fl í næstu 3 fl, 2 fl í næstu fl, Heklið 1 fl í næstu 4 fl, 2 fl í næstu fl = 11 fl.
UMFERÐ 5-8: Heklið 1 fl í hverja fl = 11 fl.
 Saumið á búkin í ca 10. umferð.Goggur:

Byrjið á galdralykkju
UMFERÐ 1: Heklið 4 fl í hringinn
         UMFERÐ 2: Heklið 2 fl í hverja fl = 8 fl
Saumið á búkinn í 9-10 umferð
saumið augu með svörtu garni við 8-9. umferð, nálægt gogginum. 
Ég nota merki sem ég festi í fyrstu lykkju í umferð og færi svo til í hverri umferð, alltaf í fyrstu lykkju hverrar umferðar.
og þá nota ég svona voða fínt bling, en mér finst það bara mun betra en hefðbundið prjónamerki, og svo er það svo mikið flottara ;)

Mér finst rosalega sætt að hengja trékulur í silkiborða neðan i fuglana og láta þá hanga í grein.
Þessir eru í barnaherberginu hjá ömmustelpunni minni, en þá að sjálfsögðu er ekki hægt að leifa litlum krílum að leika sér með þá, þar sem kúlurnar eru ekki safe. Ég hef gert fuglana í pastelitum fyrir barnaherbergi og svo td gráa og hvíta,  bara sem hefðbundið heimilisskraut og núna sem páskaunga í hvítu og gulu með appelsinugulann gogg.

Bara um að gera að leika sér  með liti og hafa gaman að þeim.

Gangi ykkur 
kær kveðja 
Stína SæmSvo margt fallegt á
  Facebook og Instagram,

Ef ykkur likar þessi póstur megið þið klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best. Takk innilega elskurnar
2 comments on "Litlir heklaðir fuglar, með uppskrift, sniðugt fyrir byrjendur."
  1. Ótrúlega flott hjá þér, vildi að ég kynni að hekla ;)

    ReplyDelete
  2. Yndislegir, þakka þér fyrir að setja uppskriftina með, ég er byrjuð á einum litlum pastell bleikum

    ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature