Top Social

náttúruleg jól

November 29, 2011












augnkonfekt hjá The Paper Mulberry

November 28, 2011
Ég hef lengi ætlað að skrifa póst um uppáhalds bloggsíðuna mína, en það er án vafa  The paper mullberry sem stendur uppúr með fallegann franskann sveitastíl, glamúr og rustic í fullkomnu jafnvægi. Kalkmálaðir veggir og fallegt linen.. þetta er allt þarna. 
 Hún bloggar ekki oft en þegar ég skoða nýjann póst hjá henni þá sver ég að ég fæ fiðring í magann  og örari hjartslátt...... þvílík fegurð.
Svo þegar ég sá jólapóstinn hennar í vikunni þá bara varð ég að deila því með ykkur og allar myndirnar hér að neðan eru úr þeim pósti.
(ég mæli samt með að fara á síðuna hennar og skoða myndirnar þar)








svo setur hún saman svona dásamleg "inspirational moodboads" eins og hún kallar það, (en ég veit ekki alveg hvernig ég á að þyða það, finst bara moodboards lysa því svo vel). Þar er sett saman fallegar myndir , litapalletur og oftast efni og munstur.
Ég vil þó benda á að þau eu gerð fyrir síðuna hennar og grái liturinn er grunnliturinn hjá henni svo hver bloggfærsla er eins og algjört augnkonfekt









 Ef þið viljið kynnast henni betur þá segir hún hér frá sér og 500 ára gamla húsinu sinu í máli og myndum,
og svo er alveg dásamlegt að skoða pinterest síðuna hennar og þá mæli ég alveg sérstaklega með  Christmas styling board-inu hennar í dag.
Þetta er amk það sem ég skoða núna þegar ég er að skreyta stofuna mína og þá sérstaklega borðstofuna, en þar ætla ég að hafa svona temmilegan klassískan glamúr og hátíðlegt.



fyrsti sunnudagur í aðvenntu

November 27, 2011




leirpottar til gangs og gaman um jólin

November 26, 2011
Eruð þið búin að skoða alla aðventustjakana með númeruðu kertunum í síðasta pósti?
Leirpottar sem jólaskreyting er annað sem ég er pínu veik fyrir þessa dagana...
og ekki er verra að skella þessu saman og setja númeruð kerti í leirpotta.....




þessar fyrstu eru fengnar að láni hjá Hugmyndir fyrir heimilið 
En það eru fleyri kertaskreytingar;
min lilla veranda

Chic Decó
Svo finst mér algjört æði að setja köngla í pottana, passar svo ægilega vel saman finst mér.
Kíkjum á nokkra svoleiðis;
the swenglish home

sömu pottar og að ofan, bara komnir út í glugga.


Eftir að skoða alla þessa fallegu leirpotta tíndi ég saman hitt og þetta sem ég átti hér heima, potta, greni, mosa, köngla, strigapoka og fl...

blandaði því öllu saman....

og stillti því útí glugga




Ert þú að gera jólaskreytingu?

Vonandi hafið þið bæði gagn og gaman að þessu öllu saman eins og ég.
góða skemmtun :)

Einfaldir aðvenntustjakar.. 1.2.3.4

Mig langar að pósta nokkrum aðventustjökum, þetta eru ekki þessir hefðbundnu aðventukransar heldur allskyns einfaldir bakkar eða stjakar með númeruðum kertum í aðalhlutveki.
En mér finst ég rekast frekar mikið á það á þeim síðum sem ég skoða. 

Hér er mitt úrtak: hvítt einfalt og náttúrulegir litir.



Bjorkely
MineBlom.
Beates verden
Home in the countryside

Tone Rose Huset
vitaranunkler

My lovely things

mylovelythings
 Margar af þessum myndum fann ég  hjá NIB en þar eru allar gerðir og litir af aðventustjökum og dagatölum sem lesendur deila með okkur og bætist alltaf við.







á tröppunum þessa fyrstu aðvenntuhelgi.

November 25, 2011
Ég fór í leiðangur í gær og kom heim með greni, strigaboka, pínulítinn syprus og eithvað annað sígrænt í potti.. Strigapokinn var kliptur niður, efnið vafið utanum blómapottana og bundið með snæri. könglar, birkikrans og fleyra sem til var fyrir, var tínt til og svo var öllu saman raðað á tröppurnar, 
og svo kom snjórinn. og eftir smá tíma leit þetta allt svona út;



Skreytingin ætlar að vera örlítið fjölbreytileg. því það var enn smá snjór á öllu saman í morgun en þar sem hluti af tröppunum er yfirbyggt og hiti í stéttinni þá var snjórinn eilítið minni eftir hádegi...
og svo er auðvitað alltar verið að breyta og bæta og þannig verður það líklega áframm



fyrir hádegi .... eftir hádegi.


Hér sést glitta í sígrænu pottaplönturnar í strigapoka-pottunum, ægilega nátturulegt og flott





jæja þá er fyrsta eðventuhelgin kominn hjá mér. Kerti og könglar á tröppunum og inni eru borðin full af  kertum, könglum, strigapokum, mosa og ýmsu öðru sem sett verður saman í skreytingar hér og þar um húsið

og ekki er þá verra að fá sér nýbakað og ylmandi kryddbrauð og heitt kakó,
og ekki má gleyma jólalögunum.




Eigið góða helgi og megi snjóa mikið á ykkur hvar á landinu sem þið eruð.
kveðja;

Auto Post Signature

Auto Post  Signature