Top Social

skreytt með snjó og vetri

November 23, 2011
Fyrsti aðventusunnudagur er næstu helgi og ef veðurspáin rætist þá verður snjór hér alla helgina,

sjarmerande jul

svo það er tilvalið að skreyta tröppurnar um leið og kransinn er gerður.
Setja td köngla, greni og jafnvel epli eða mandarínur út á tröppur og láta svo snjóinn um að klára skreytinguna. 


Mig langar td í lítið grenitré sem ég myndi setja í zink fötu sem ég á. Afganga af greni skelli ég svo með, könglar, "gamall" mandarínukassi (sjá síðasta póst) kertalukt og svo jafnvel fær smá mosi að fljóta með.
Er viss um að ég fæ fallega vetrarstemningu með því.

Skoðum nokkrar myndir af vetrar-jóla uppstillingum sem eru inspiration þegar kemur að mínum tröppum.



sjarmerande jul

link
Vita verandan


Modern country
Hwit blogg



bhg.com




Vona að myndirnar gefi ykkur einhverjar hugmyndir eða einfaldlega bara komi einhverjum í smá vetrarstuð. Svo er að sjálfsögðu linkur undir hverri mynd sem vísar á enn fleyri jólamyndirog  heilu jólasíðurrnar.
Browsið og njótið.




vetrarkveðja 
3 comments on "skreytt með snjó og vetri"
  1. ég elska greni og köngla. Ég er með bekk fyrir framan húsið hjá mér sem ég skreyti alltaf fyrir jólin með greni, könglum, stórum kúlum og séríu. Að vísu var það þannig í fyrra að fljótlega eftir að ég skreytti bekkinn þá snjóaði allt í kaf svo það sást ekkert í bekkinn fyrr en löngu eftir jóla. Ég verð því að fara að drífa mig út að skreyta helst strax því nú er alltað snjóa í kaf hér á Akureyri
    kveðja Adda

    ReplyDelete
  2. við þurfum víst ekkert að óttast það að skrautið okkar snjói í kaf hér á suðurnesjunum, hvað þá að það sé á kafi framm yfir jól. en megum vera þakklát ef það kemur snjó drífa yfir skrautið öðru hverju á aðvenntunni. En það væri nú gaman að sjá útiskraut-myndir hjá þér á næstunni ;)

    ReplyDelete
  3. Flottar skreytingar.
    Verst að búa á svona rokrassgati, maður þyrfti að fergja svona vel til að það fjúki ekki út í buskann.

    ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature