Top Social

Klementínurnar eru komnar!

November 22, 2011

 Eitt af merkjum um að jólin séu að nálgast er að heilu staflarnir af kössum stútfullum af klementínum (eða mandarínum) standa í öllum verslunum.
Ég nældi mér í einn kassa í Bónus, hálf væskilslegur trékassi, með miðum á öllum hliðum og rautt net yfir.... þið þekkið þetta.. góðir til síns brúks, en svo er það bara tunnan.
En ég ákvað að gefa mínum smá séns og með smá fikti  varð hann bara svona ægilega gamall og flottur... og að sjálfsögðu var gripurinn myndaður í bak og fyrir.

Ég byrjaði á að rífa miðana og netið af, pússa aðeins yfir merkið á endunum, Málaði svo yfir hann með ediki (sem ég átti í krukku og hafði legið með stálull í nokkurn tíma) til að fá gráa áferð og svo penslaði ég með te (venjulegt melroses te) og fékk þannig dekkra og eldra lúkk.

loks eru stafirnir málaðir á, pússað smá yfir, varnish borið á og loks antik olia..
klementínurnar setta í aftur og epli ef til eru og skellt á borðið :)
 Einfalt og fljóllegt!

Alveg eins og ég vil hafa hann; gamal þreyttur og skítugur.



þessi bakki fékk smá te meðferð líka og breytti algjörlega um lit og áferð.
og nú semur þessum tveim voða vel saman á eldhhúsborðinu.


Nú er bara að kvetja fjölskylduna til að borða mikið af mandarínum svo ég geti keypt fullt í viðbót... það er td hægt að skrifa KERTI á kassana eða KRYDD og geyma krydd og oliur, eða litlar bækur, blöð, serviettur, leikfangabíla..... nú sé ég bara fyrir mér stafla af gömlum mandarínu kössum um allt hús hjá mér og menn sem fá martraðir um að þurfa að borða mandarínur aftur næstu jól ;)


takk fyrir innlitið
kveðja og knús





8 comments on "Klementínurnar eru komnar!"
  1. Skemmtilegt! Ég nota alltaf þessa kassa undir horn og annað þesskonar hráefni í vinnustofunni hjá mér. Virkar vel. Áttu svona stafastensla til að mála yfir?

    ReplyDelete
  2. já ég á stensla en þeir eru ekki alveg eins og ég vil hafa þá, aðeins of rúnnaðir, svo ég notaði stenslana til að skrífa stafina á kassann með blíant og lagaði þá eins og ég vildi hafa þá, og málaði svo bara með pensli.
    En svo var ég að sjá á netinu að hægt er að prenta út stafi í spegilmynd(með blekprentara) leggja á viðinn og bleyta svo í því með pensli, þá litast blekið yfir á viðinn. Á eftir að prufa það.

    ReplyDelete
  3. Úff, það hlýtur að vera hrikalega dýrt ef maður hugsar um hvað blekhylkin kosta. Er ekki betra að búa sér þá bara til stenslana? Nú eða skera stimpla úr kartöflum eins og í taulituninni.

    ReplyDelete
  4. Ég var einmitt að googla og leita að hugmyndum um hvað ég ætti að gera við minn clementínu kassa, finnst svo mikil synd að henda þeim :)

    -Karitas

    ReplyDelete
  5. Þetta er sko snilld.
    Þessir kassar bunkat upp hjá manni á aðventunni og svo enda þeir í sorpu.

    Ég er komin með 3 stykki núna og ætla sko að stela þessari hugmynd.

    ReplyDelete
  6. Hvað hefur þú stálullina ca lengi í ediki?

    ReplyDelete
    Replies
    1. Ég hef hana ca sólarhring, og þó að edikið sé ekkert farið að breyta um lit virkar það samt sem áður. en svo fær það svona rið-lit

      Delete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature