Top Social

augnkonfekt hjá The Paper Mulberry

November 28, 2011
Ég hef lengi ætlað að skrifa póst um uppáhalds bloggsíðuna mína, en það er án vafa  The paper mullberry sem stendur uppúr með fallegann franskann sveitastíl, glamúr og rustic í fullkomnu jafnvægi. Kalkmálaðir veggir og fallegt linen.. þetta er allt þarna. 
 Hún bloggar ekki oft en þegar ég skoða nýjann póst hjá henni þá sver ég að ég fæ fiðring í magann  og örari hjartslátt...... þvílík fegurð.
Svo þegar ég sá jólapóstinn hennar í vikunni þá bara varð ég að deila því með ykkur og allar myndirnar hér að neðan eru úr þeim pósti.
(ég mæli samt með að fara á síðuna hennar og skoða myndirnar þar)








svo setur hún saman svona dásamleg "inspirational moodboads" eins og hún kallar það, (en ég veit ekki alveg hvernig ég á að þyða það, finst bara moodboards lysa því svo vel). Þar er sett saman fallegar myndir , litapalletur og oftast efni og munstur.
Ég vil þó benda á að þau eu gerð fyrir síðuna hennar og grái liturinn er grunnliturinn hjá henni svo hver bloggfærsla er eins og algjört augnkonfekt









 Ef þið viljið kynnast henni betur þá segir hún hér frá sér og 500 ára gamla húsinu sinu í máli og myndum,
og svo er alveg dásamlegt að skoða pinterest síðuna hennar og þá mæli ég alveg sérstaklega með  Christmas styling board-inu hennar í dag.
Þetta er amk það sem ég skoða núna þegar ég er að skreyta stofuna mína og þá sérstaklega borðstofuna, en þar ætla ég að hafa svona temmilegan klassískan glamúr og hátíðlegt.



2 comments on "augnkonfekt hjá The Paper Mulberry"
  1. vvvááááááá! hvað þetta er fallegt
    Maður kemst bara í hátíðarskap
    kveðja Adda

    ReplyDelete
  2. já svo ótrúlega hátíðlegt og fallegt.

    ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature