Top Social

Innlit í sjarmerandi og vintage heimili í Sviþjóð

May 28, 2018

Dökkt innlit í vintage stíl

May 15, 2018
Kíkt rétt aðeins á kaffihúsið Hendur á Höfn

May 14, 2018
 Ég gerði bloggpóst um kaffihúsið Hendur á Höfn á Þorlákshöfn árið 2015 eftir að við hjónin fórum þar um á smá bílrúnt um páskana. 
þið getið séð þann bloggpóst hér: Kaffihúsið Hendur í Höfn

En kaffishúsið var það allra krúttlegasta og fallegasta sem ég hafði komið inná. 
Gamli þjóðlegi sjarmurinn var þar allsráðandi með dásamlegum gömlum munum í hvítu blúnduslegnu umhverfi og þar voru sko fallegar hnallþórur borðaðar á fallegum diskum og  kaffið drukkið úr fallegum póstulínsbollum með blómamunstri.... 
og í svona umhverfi og með svona girnilegar veitingar var ég að upplifa allt það besta á einum stað.


Núna er Hendur í höfn búið að opna enn flottari stað í öðru húsnæði með dekkri stíl og ég hef fylgst spennt með framkvæmdum á samfélgasmiðlum eins og á story á instagram þar sem við sáum á bakvið tjöldin þegar allt var að verða klárt fyrir opnun um helgina.
svo þegar ég átti leið þar um á föstudaginn kom ég við til að fá mér kaffi og hressingu en var of fljót á mér því það var ekki búið að opna en allt á fullu að undirbúa opnunar tónleika og mat um kvöldið og formlega opnun á laugardeginum.


En þar sem ég var komin á staðin og allt var að smella saman fyrir opnunina langar mig til að deila með ykkur nokkrum smáatriðum sem ég fangaði meðan starfsfólkið var þarna í óða önn að gera klárt.Hendur í höfn hefur sko ekkert glatað persónulega sjarmanum þó þau séu komin í stærra húsnæði og með dekkra og nútímalegra útlit, því öll dásamlegu smáatriðin eru bara komin í enn fallegra umhverfi og allt nýtur sín betur.


borðin voru dekkuð upp með undurfallegum hliðardiskum..


 og í eldhúsinu eru staflar af dásamlegum ósamstæðum diskum sem bíða eftir að vera bornir á borð, svo hver máltið er eins og hátíðarmálsverður á sunnudögum á íslenskum heimilinum...


en á Hendur í Höfn eru allar veitingar lagaðar  frá grunni úr fyrsta flokks hráefni og þegar ég kom á staðin ilmaði allt af nýbökuðu brauði sem var að koma úr ofninum.


Allt klárt fyrir matargesti kvöldsins og eins og þið sjáið þá nýtur gamli sjarmerandi stíllin sín enn betur í dökku umhverfinu 

Fallegu kaffibollarnir biðu tilbúnir eftir að þjóna sínu hlutverki þegar staðurinn opnaði næsta dag,
en eins og þið vitið kanski þá er kaffið bara svo mikið betra ef það er drukkið úr fallegum bolla.... 
það meira að segja ilmar betur því þú byrjar strax að virkja skynbragðið með því sjónræna,
og það er staðreynd!


 og jeminn sjáið bara þennan!
það er hugsað vel um mikilvægustu viðskiptavinina á Hendur í Höfn í fallegum og skemtilegu leikhorni.


Sjarmerandi smáatriðin eru bæði lítil og stór en þarna er sófasett sem er bara alveg eins og gamla mitt og gert upp með fallegu grágrænu áklæði.... eins og ég hefði bara valið það sjálf.
Ég er síðan alveg ofurspennt að koma þangað næst, fá mér að borða og njóta.
Þá lofa ég að gera almennilegt innlit um þennan fallega demant.

En þangað til fylgist með þeim á facebook.com/Hendurihofnkaffihus þar sem þið finnið fullt af myndum af opnuninni
eða á Instagram

Ég mæli me að kíkja í kaffi eða mat og upplifun á Þorlákshöfn
 ég get amk ekki beðið eftir að koma þangað næst.


Föstudagsblómin

May 11, 2018

Mér finst svo æðislegt að fá mér ólík blóm og greinar og setja í vasa heima.... 
ekki er verra að sumar greinar virðast svo geta staðið endalaust og njóta sín oftast vel einar og sér.

En látum bara blómin bara segja allt sem segja þarf í þessum stutta föstudagspósti!

Góða helgi

Auto Post Signature

Auto Post  Signature