Top Social

Arabesque Lita Innblástur // Arabesque Color Inspiration

February 24, 2016
Í síðustu viku byrjuðum við á nýrri blogg seríu,

 Milk Paint Lita Innblástur 

eða

 Milk Paint Color Inspiration.

Þetta er sería sem er algjörlega í anda Svo Margt Fallegt, 
þar sem ég deili myndasyrpu með fallegum myndum innblástnum af einum lit frá Miss mustard seeds milk paint. 
á sumum myndunum er myndefnið málað í litnum sjálfum, aðrar eru einfaldega bara fallegar myndir sem minna á litin okkar.
Eins og alltaf tengi ég link við myndirnar ef uppruninn er til staðar, svo hægt er að klikka á myndina og skoða meira .
Þessi nýja syrpa byrjaði á laugardögum en verður nú á miðvikudögum þar til allir 25 litirnir hafa verið byrtir.


Við byrjuðum á Layla´s Mint en nú er komið að fallegri antíkbleikri myndasyrpu

Lita Innblástur með Arabesque



this is glamorous
Hugsið ykkur ballet skó og dustybleikar rósir og þið fáið hugmynd hverju þið eigið von á með Arabesque. 

belleandchic.com/ wedding in vintage pink


Sjáum fyrir okkur gamla fölbleika silkiborða....


Þessi einstaklega kvenlegi litur er ótrúlega nutral, sem gerir þennan bleika svo mikið meira en bara fyrir barnaherbergið.



Marían kynnti Arabesque litinn á Miss mustard seed´s blogginu með þessari fallegu kommóðu,
Að vísu var kommóðan kynnt í tveimur bloggpóstum, með tveimur ólíkum stílfæringum og mér líkar þessi seinni mun mun betur, þar sem hún notar nutral brúna hluti til að skreyta með,
en þessi bleiki litur er alveg dásamlegur með svona dökkbrúnum lit.

missmustardseed.com
Kommóðan var máluð án þess að nota bindiefnið og málningin fékk bara að flagna mátulega svo dökkbrúnn viðurinn skín í gegn og gefur fallega dýpt og eðlilega gamalt útlit.

Add caption
Dásemdar listaverk tímans, 
bleik og veðruð málnig skapar fallega patínu á þessum vegg.


Swea handverk

Swea handverk kynnir Arebasque litinn.
Knot too shabby
Knot too shabbby, hún kann listina að mála
og þessi fallegi skennkur er hreint út sagt dásamlegur með bleika Arabesque litnum okkar.
pompeli.blogspot.is
Málum útihurðina fallega antík bleika, af hverju ekki?
bendi á að kíkja á pompeli og sjá þetta fallega heimili, 
þetta er blogg sem vert er að fylgjast með og láta gleðjast af hverju pósi.

missmustardseedsmilkpaint.com/Kriste’s Milk Paint Journal

Kriste málaði lítinn krúttlegan skáp fyrir baðherbergið með Arabesque, 

staceyembracingchange.com
Fölbleik milk paint á kommóðu, inní svefnherbergið, finst mér eiga svo vel við,



Milk paint í nokkrum litum og mikið sjúskuð svo að virðist sem mublan sé eldgömul og lífsreynd.
Já ég myndi segja að þetta sé listaverk með milk paint í besta falli.

photo: Heather ross

 Hér getið þið skoðað alla fallegu litina frá Miss mustard seed´s
Málninguna er hægt að nálgast á

Svo Margt Fallegt vinnustofunni 

Klapparstíg 9, 230 Keflavík
eða senda mér línu og ég sendi um allt land.

Hafið það sem allra best,
Kær kveðja
Stína Sæm



Svo Margt Fallegt á 




ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature