Top Social

SúpuKvöld á Föstudegi

February 19, 2016

Síðasta föstudag ákvað ég að gera súpu... 
uppáhalds súpuna, þessa sígildu einföldu kjúllasúpu sem margir kannast við,

Hráefnin eru fá og einföld,
2 paprikur, blaðlaukur og hvítlaukur,
ein dolla rjómaostur og flaska af chili sósu, kjúlli og krydd.

grænmetið allt skorið í væna bita,
gott ráð að hráefni í súpu sé skorið nægilega smátt til að passa í skeiðina,
en enga pínu litla bita, við viljum finna fyrir hráefninu er það ekki.

 grænmetinu er svo skellt á pönnu áður en það fer í pottinn 
og loks rjómaosturinn, svo sósan, kryddið (ég nota tandoori frekar en karrý) og vatn, kjúllinn fer svo síðastur í pottinn.

 og þá er nú lítið eftir, annað en að leggja á borð og opna einn kaldann.


Best er þegar það er nóg af henni á föstudegi og eiga þá til í hádeginu um helgina.

Já þetta finst mér svona föstudags.
Einfalt, fljótlegt, gott og passar best með 
góðu brauði, bjór og kertaljósi.

Góða helgi,
kveðja,
Stína Sæm


ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature