Top Social

Bæjarferð á Fallegum Vetrardegi

February 12, 2016

Ég þurfti að skreppa aðeinns i bæinn í gær og naut þess algjörlega að keyra brautina á þessum fallega bjarta degi.

Þetta er bara dásamlegt.

Erindi mitt í bæinn var í eitt af glæsilegu og virðulegu skipstjórahúsin í Reykjavík, 
en þar var ég meðal annars að taka til og búa um fyrir hr skipstjóra

og um leið og ég setti hreint á rúmið,
 ýmindaði ég mér að vakna upp í þessu fallega húsi á  svona björtum vetrardeg, 
við fuglasöng .....

... og með þetta útsýni við höfðagaflinn.
Svo stoppaði ég aðeins í Hafnarfirði á leiðinni heim.

átti stefnumót við vinkunu mína á ofboðslega huggulegu og fallegu kaffihúsi sem heitir Norðurbakkinn bækur og kaffihús,


 en þar eru virkilega flottar bókahillur með fjölbreyttu lesefni með kaffinu.

og að sjálfsögðu er hægt að fá ymislegt annað með kaffinu en bara bækur, 
 td makkarónukökur, tertur, brauð og súpu svo fátt eitt sé nefnt.


 Ég á alveg pottþétt eftir að kíkja við þarna aftur, 
og við vinkonurnar eigum núna okkar uppáhlds stað.
Þarna er Svo margt fallegt að sjá og njóta, hvort sem það eru innréttingar eða smáatriðin sem skipta alltaf svo miklu máli.

Svo Margt Fallegt einnig á ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature