Top Social

Íris Lind með Kaffiboð í Kofanum

July 12, 2016
Litla ömmugullið mitt flaug til danmörku í gær með mömmu sinni og ætlar að vera það í vetur.
eftir sitja fjögur tómleg hús hér í hverfinu... ef við teljum kofann úti í garði með.
En við báðar ömmurnar og afarnir og pabbi hennar búum hér í sama litla hverfinu, eiginlega í sömu götu og húsin nú orðin barnlaus.... já og svo er það litla húsið hennar, sem við ætlum að kíkja á í dag.
En hér er lítið kaffiboð hjá Írisi Lind úti í Kofa...


Það er orðið langt síðan að við höfum kíkt út í Kofa,
en hinsvegar hefur kofinn sjaldan verið í jafn mikilli notkun og núna í sumar,
Litla ömmustelpan mín hefur verið dugleg að fara út í bofann sinn eða húsið sitt eins og hún kallar hann.


og núna um helgina fórum við saman úti Bónus og keyptum okkur kleinuhring og kókómjólk og hún bauð mér og pabba sínum í veislu og hann Logi var auðvitað með og vonaðist eftir að fá bita.


Hún dró fram uppáhalds stellið sitt, sem er oggupínulítið stell sem átti nú bara að vera skraut uppí hillu enda varla nothæft, en er það sem hún notar mest af öllu.


Hér er almennilegur búskapur og allt til alls fyrir lítið fólk.

Kókómjólkinni var sullað yfir í pínuoggulitla  teketilinn hennar og svo helt yfir í bolla og glös og okkur boðið baffi (kaffi)

 amman bara brosti og tók myndir og náði svo bara í tusku á eftir...
enda hversu krúttleg getur svona veisla orðið!!


Þessir litlu puttar!




Mikið að gera 



hér er allt það besta dregið fram fyrir veislu fyrir bestu sín.

Kókomjólkin bragðast best úr bleiku glasi...
þið ættuð bara að prufa.


Svo er bara að ganga frá,



Hún skellt sér svo út í göngutúr með dúkkuna sína,
 en var ekki alveg til í fleyri myndir....

já ok.... henni var nokkur alvara með þvi
Ekki meiri myndir!!!!!

Vonandi líkar ykkur þessi póstur og þið getið séð eldri bloggpósta úr kofanum hér að neðan:
kofinn

Ég á nú vætalega eftir að byrta amk einn sumarlegann ömmubloggpóst í viðbót, enda passaði ég að vera með myndavelina á lofti áður en hún fór.
og það er bara svo gaman að taka myndir á sumrin.

En hafið það nú sem allra best elskurnar
með kveðju
Amma Stína


ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature