Top Social

á árshátíð á Grand Hótel

February 28, 2014
Mér finst það eiga vel við núna á föstudegi að deila með ykkru nokkrum myndum sem ég tók þegar við fórum á árshátíð með vinnuni minni um daginn,

Við hjónin byrjuðum daginn snemma, mættum á hótelið og skelltum okkur í spa,þegar við komum niður stóðst ég ekki mátið og smellti nokkrum myndum af þessari dásamlega rómantísku og huggulegu aðstöðu áður en farið er inní búningskelfana

mig langaði nú eiginlega bara að staldra við og njóta, 

en bóndinn var þegar farinn inn svo það var víst betra að skella myndavelinni niður og halda inn...

og þar tók nú ekki verra við, endalaus notalegheit og fegurð

en áður en lengra var haldið fór myndavelin niður í tösku og næstu tveir klukkutímar liðu í algjörum notalegheitum og afslöppun.

Eftir spa-ið stöldruðum við aeins við á barnum  í lobbíinu,
 fengum okkur að borða og ég dáðist að umhverfinu....
tók nokkrar mydir....
var pínu hrifin af þessu snilldar samblandi af ólíkum stólum,
en svo lagði ég aftur frá mér myndavelina og naut þess að borða dásamlegt sallat og drekka eitt hvítt með, rétt um hádegi áður en farið var í hárgreiðslu og förðun. 
og var alltof upptekin við að njóta dagsins til að vera með símann eða myndavelina á lofti, 

Svo byrjaði kvöldið á myndatöku ...

hér erum  við hjónin voða settleg og fín í okkar allra fínasta.
og við stelpurnar vorum duglegar að nota ljósmyndarann ....


og alveg mis-settlegar en allar  fínar.
en kvöldið var frábært  á þessu fallega og flotta hóteli


Eigið góða helgi
kær kveðja 
Stína Sæm 
sem er á leið í afslöppun í sveitinni.
Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature