Nú er litla ömmugullið mitt flutt að heiman,
foreldrarnir fundu voða fína og góða íbúð og fluttu með litlu dásemdina mína með sér í dag.
Það verður mikil breyting að hafa hana ekki lengur hér inná heimilinu en spennandi fyrir litlu fjölskylduna að komast út af fyrir sig og hreiðra um sig á nýja fallega heimilinu.
En ég tók þessar myndir í vikunni þegar mamma og pabbi skruppu aðeins út og við vorum bara tvær heima, með kertaljós og kósý.
Það hefur verið ómetanlegt að hafa hana hér inná heimilinu frá því hún fæddist þessi litla dama og svona kvöldstundir þar sem hún lá í vöggunni sinni og amman sat í tölvunni voru gæðastundir sem sitja eftir
En þrátt fyrir að hafa verið óhemju mikið á handlegg og fengið að kúra í fanginu á okkur tímunum saman frá fæðingu þá þykir henni ótrúlega notalegt að liggja á bakinu í vöggunni sinni, með snudduna og horfa í kringum sig. Þannig liggur hún og hjalar og hlær að hverju sem hún sér eða einfaldlega lignir aftur augunum og bara sofnar vært.
svo dró ég bara vögguna að stólnum og gat notið þess að fylgjast með henni meðan ég skoða allt það fallega sem ég fynn á netinu.
Íris Lind stækka hratt og dafnar vel, er voða dugleg og glaðlind lítil 2ja mánaða dama og er hér að fara á gólfið í fyrsta sinn og naut þess ótrúlega vel að geta horft allt í kringum sig.
En nú fær hún sitt eigið herbergi og þó það sé með trega sem ég sé á eftir henni þá hef ég tekið það að mér að innrétta og skreyta nýja herbergið hennar og það er nú spennandi verkefni sem þið munið sjá meira af á næstunni.
Hér er svo mynd af nýja heimili litlu fjölskunnar
og eins og þið sjáið þá fer nú aldeilis vel um litlu prinsessuna mína á fallega nýja heimilinu sínu.
með kveðju
frá ömmu í fráhvörfum
Amma Stína
Mikið eru þetta falleg orð um fallega prinsessu :) Það verður gaman að fylgast með henni í nýja herberginu sínu. Takk fyrir skemmtilegt blogg. Það þarf ekki alltaf að hafa mörg orð um fallega hluti :) Sumir geta ekki hætt að dásama sjálfan sig, Gaman að lesa og skoða látlaust og fallegt blogg. Takk kv. Sigga :D
ReplyDeleteþakka þér fyrir indisleg orð Sigga, þau gleðja svo sannarlega og hvetja mig áfram. Stundum þarf ekki svo mörg orð því svo oft segja myndirnar sjálfar allt það sem segja þarf,
DeleteTakk innilega fyrir innlitið
kveðja
Stína Sæm
Una belleza de bebe y unas fotos maravillosas ,tiene un blog lindo,bs.
ReplyDelete