Top Social

ömmugull í næturheimsókn.

February 11, 2014
Um síðustu helgi var vika frá því litla fjölskydan flutti á sitt eigið heimili, sonur minn, tengdadóttir og litla ömmugullið, eins og ég sagði frá í pósti um daginn
.
Við gömlu hjónin höfum nú aðeins þurft að aðlagast því að hafa Írisi litlu Lind ekki hér alla daga,
 þess vegna var það svo tilvalið um síðustu helgi, þegar pabbinn var á næturvakt og mamman á leið í afmæli, að þær mæðgurnar bara gistu hér hjá okkur og við pössuðum meðan mamman fór út.
Litla daman er oftast í fullu fjöri hálfa nóttina og átti góðar stundir þar til hún sofnaði í ömmubóli,

Litla ömmugullið  svaf svo vært á milli ömmu og afa alveg framm á morgun,
og  mamman svaf bara í næsta herbergi svo ég sá til þess að hún fékk sína brjóstagjöf og tók hana svo aftur uppí þar sem við áttum notalega morgunstund og mamman svaf út.
Verð að segja að mér fanst þetta fyrirkomulag æðislegt og allir njóta góðs af.

Með kveðju úr ömmukotinu,
Stína Sæm




Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature