Það hefur ekki verið eldhúsborð hjá mér alla síðustu viku og rúmlega það,
sonur minn og tengdadóttir fengu eldhúsborðið okkar, því ég frétti af einu gömlu sem hefur beðið árum saman í kjallaranum hjá tengdamömmu og það var alveg kominn tími til að breyta pínu til hér heima.
Fyrir mörgum árum fékk ég stóla frá tengdó sem ég að sjálfsögðu málaði og þeir hafa verið hér í góðum félagskap með nokkrum öðrum af svipuðu tagi í mörg ár. Svo á laugardaginn urðu þeir loks sameinaðir með borðinu sem upphaflega fylgdi þeim og nú er bara að mála það líka svo allir séu í stíl og lifi hér í sátt og samlyndi.
Borðið er lítið, hringlótt og krúttlegt,
hæfir eldhúsinu mínu vel hversdags en hefur þann góða hæfileika að stækka þegar þörf er á.
Nýja krúttlega borðið var svo víkt á sunnudaginn með köku ársins
og hvítir túlípanar eru að vakana og ætla að njóta nýrrar og spennandi viku með okkur.
Hafið það gott í dag
kær kveðja
Stína Sæm
Kemur svo flott út og gott að þekkja eina sem hendir engu ;) Gott að ég vissi ekki af því þá hefði ég örugglega verið búin að saga það sundur því mig langar svo í svona veggborð :) Hlakka til að sjá það þegar þú ert búin að mála það!
ReplyDeleteKv.Hjördís
já Hjördís eins gott að þú komst ekki í það á undan mér haha. Hlakka til að gera það og græa :)
DeleteMér finnst pínu flott að hafa borðið í öðrum lit en stólana :) En óháð því þá er þetta mjög fallegt :)
ReplyDeletejá ég er dáldið að pæla í að hafa amk annann lit með, eins og það sé annar litur undir og hafi verið málað einhverntíman áður ;) eða að hafa plötuna öðruvísi, td gráa. Það er allt mögulegt
Delete