Top Social

í Skorradalnum

September 23, 2012
Við hjónin skelltum okkur í sveitina til mömmu og pabba um helgina,
og þar er alltaf saman herbergið sem ég vel mér...
það er eithvað svo Stínulegt, 
svona  hvítt og rómó.

 Það er ekkert betra en að sofa út í sveitinni og vakna upp og kúra aðeins lengur á björtum haustmorgni...

 ná sér í tímarit og morgunkaffi...
og kúra aðeins lengur,

Þrjú eintök af gestgjafanum um berja hitt og berja þetta varð fyrir valinu 
enda vel viðeigandi í þessu berjalandi sem bústaðurinn er á,
og á bakkanum er að sjálfsögðu berjasultan hennar mömmu, enda hafa ófá kílóin af berjum verið tínd og verkuð þarna síðustu vikurnar.

En ég ætlaði nú aðalega að sýna ykkur herbergið.

Þar eru þessir tveir gluggar  og þvílika útsýnið sem við höfum, og litirnir í dag eru sko ekkert til að kvarta yfir.
öll litaflóra haustsins blasir við.

og finst ykkur ekki hvíta herbergið vera Stinulegt og sætt?


 og auðvitað endaði með því að konan kom sér frammúr og bjó um,

svo allt varð slétt og fellt og voða fínt :)

Var ég búin að nefna útsýnið?


og að sjálfsögðu óð ég svo út með tráklippurnar hans pabba og tíndi smá ling og greinar...

skellti þeim í vasa eða batt í litla vendi og skreytti sunnudagsborðið...
en við sjáum það seinna.




Vonandi var helgin hjá ykkur góð,
ég veit amk að ég fer endurnærð inní nyja viku,
Stína Sæm




7 comments on " í Skorradalnum"
  1. Jeminn eini, ég er ekki viss um að ég færi nokkurn tímann í bæinn :) Þvílíkt yndislegur staður og fallega herbergið! Gordjöss og meira gordjöss!

    ReplyDelete
  2. VÁ hvað þetta er fallegt herbergi, rúmgaflinn og náttborðin finnst mér alveg æði :) og ég tala nú ekki um fallega útsýnið... haustið er svo yndislegt.

    ReplyDelete
  3. Maður sér hvaða þú hefur þetta alla vega, bara dásamlegt :)

    ReplyDelete
  4. Dasamlegt! Husgognin i herberginu eru rosalega flott (doldid amrisk) Mjog likt og eg er ad leita ad fyrir sjalfa mig!
    Takk fyrir ad syna okkur.

    ReplyDelete
    Replies
    1. já þetta kemur nú allt frá henni ameríku, búslóðin öll, með öllu, kom með gámi frá Florida þar sem þau hafa átt orlofshús. Svo að Amerika mætir alíslenskri nátturu í Skorradalnum :)

      Delete
  5. Ertu að grínast hvað þetta er FLOTTTT! Algjörlega gordjöss og yndislegt allt saman :) Og að sjálfsögðu voru þessi fallegu húsgögn keypt í útlöndum.... íslenskar húsgagnabúðir hafa verið með "brúnkuna" síðan ég man eftir mér... því miður - og lítil tilbreyting þar á í gegnum tíðina.

    ReplyDelete
  6. Þetta herbergi er bara unaður....ohhh hvað ég vildi stundum að það væri meira úrval af húsgögnum og fylgihlutum hérna á Íslandinu góða !

    ...ekkert smá flott og væri gaman að sjá meira ;-)

    kv
    Kristín

    ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature