Top Social

Á Gömlum skipstjóraslóðum í Reykjavík

March 19, 2017

 Í gær deildi ég með ykkur innliti í íbúð sem ég myndaði í vikuni,


Íbúðin er við Öldugötuna, í einu af reisulegu fallegu steinhúsunum í hverfinu sem oft eru kölluð skipstjórabúsaðir 


og þegar ég fer þangað enda ég alltaf á að taka myndir af húsunum hinum megin við götuna... húsunum sem snúa betri hliðini útá götu, svo ótrúlega viðurleg og falleg.
En við ætlum að rölta aðeins niður götuna.


Gamli Stýrimannaskólinn í Reykjavík var til húsa á Öldugötu 23 á árunum 1898 til 1945. 
Síðar var gagnfræðaskóli í þessu húsi og enn síðar Vesturbæjarskólinn.

Þetta er glæsilegt timburhús sem lengi hefur sett svip sinn á bæinn


 og er friðað að utan enda alveg einstaklega fallegt hús.Röltum áfram um götuna og látum myndirnar bara segja sitt.


Hvíta húsið á horninu finst mér svo ótrúlega fallegtHafið það sem allra best í dag.
takk fyrir innlitið
kær kveðja 
Stína Sæm


ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature