Top Social

Borðstofuskápur Málaður með Trophy

March 29, 2017

Marian, eigandi Miss mustard seed´s eignaðist þennann fallega skáp á fremur óvenjulegan hátt, þegar nágranni bankaði uppá hjá henni með skápinn á bílpallinum og bauð henni hann til að mála.
Það tók hana tíma að leggja í verkið......

 en loks ákvað hún að mála hann með gráa litnum Trophy en skilja viðinn eftir ómaláðann að innan og skrautlistana. 


og þess vegna ákvað ég að deila þessum skáp með ykkur til að gefa ykkur hugmynd um það hvernig hægt er að blanda saman máluðum og ómáluðum við.


og það verður nú að segja eins og er, að það einfaldar líka alltaf vinnuna að sleppa því að mála húsgögnin að innan, 


sem var einmitt ástæðan fyrir því að Marían valdi þessa leið,
hún hreinlega nennti ekki að mála hann að innan og þá sérstaklega ekki viðarsmáatriðin á glerhurðunum!


og það kemur bara svona rosalega vel út.


En sumir litirnir eins og td Trophy koma alveg einstaklega vel út með svona dökkum við og þá er um að gera að notfæra sér viðinn og leifa honum að poppa upp útlitið aðeins.


 Látið bara hugmyndaflugið ráða og prufið ykkur áfram... ef þér líkar samsetningin ekki er einfaldlega bara hægt að mála restina síðar.

Sjáið skápinn í upprunalega bloggpóstinum hér:
missmustardseed.com/the-china-cabinet-on-my-doorstep

Með góðri kveðju
Stína Sæm


ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature