Top Social

Helgarferð í Reykjavík

July 26, 2014
Eins og kom framm í bloggpóstinum í gær,
þá fórum við hjónin í helgarferð í Reykjavík um síðustu helgi,
og mér fanst tilvalið að nota myndirnar frá helginni í bloggpósta fyrir þessa helgi.

 Við gistum í pínulítilli og kósý íbúð í miðbænum, sem er verið að koma í stand og aldrei að vita nema ég setji inn fleyri myndir þaðan þegar búið er að stílfæra allt og gera  huggó.

Bakkgarðurinn er án efa það sem heillar einna mest, 
en þvílíki dyrðarstaðurinn.


 Við fórum út að borða eins og kom framm í síðasta pósti, 
og sváfum svo að sjálfsögðu út á Sunnudeginum

 útbjuggum síðbúinn og einfaldan morgunverð


 crossant með áleggi, appelsínusafi og ilmandi kaffi meðan lesið er í bók, er bara notaleg morgunstund í svona helgarferð.

 Við fórum í smá göngutúr....

gægðumst inn í nokkra heillandi garða ..

en gömul hlið heilluðu dáldið,


 ég stóðst það ekki að taka myndir af þessum fallegu blómstrandi Hortensíum sem eru eins og í erlendum garði.Villtur og sjarmerandi garður í húsi með mikla sögu og nýja framtíð,


Gamall sjarmur.

Við gengum frammhjá mörgum stórum hvítum steinhúsum eins og þau gerast fallegust.....

  
og sjarmerandi bárujárnshúsum......
 í öllum regnbogans litum.


og svo settumst við niður úti í blíðunni og fengum okkur einn öll og nutum þess að sólin lét sjá sig í þessari dásamlegu borgarferð okkar.og með þessari kísumynd varð síminn batteríslaus svo myndirnar urðu ekkert allt of margar til að velja úr....
sem betur fer.

já svona lítur nú Reykjvaík út í augum suðurnesja búa í helgar ferð,
en það er ótrúlega notalegt að fara að heiman yfir helgi þó það sé bara nokkra kólómetra í burtu.


Eigið notalega helgi
kær kveðja 
Stína Sæm3 comments on "Helgarferð í Reykjavík"
 1. Skemmtilegar myndir úr borginni og ægilega hugguleg íbúð sem þið hafið gist í :)

  ReplyDelete
  Replies
  1. takk fyrir það og vonandi á ég nú eftir að komast í að taka fleyri myndir þar seinna

   Delete
 2. Ji, þetta hefur verið ljúft! Takk fyrir fallegar myndir (ég dreif mig á forréttabarinn eftir að hafa lesið þessa færslu, það var fínt! :-)

  ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post Signature