Við kveðjum blautann júnimánuð og byrjum júlí á því að lægðir hrannast upp að landinu með enn meiri rigningu og veðurviðvörunum fræðingana.
En við höldum bjarsýn inn í nýjann mánuð og stefnum á fullt af björtum sumarbloggpóstum
og við fyrstu sólarglætu verður hlaupið út með púða og pullur
svo við fáum sumarlegar útimyndir til að njóta.
En á meðan rignir, geri ég bara fallegt hér inni með blómum
og skoða sumar og sól á netinu.
Hlakka til að eiga fallega bloggviku með ykkur,
og minni á að nú er ég komin áInstagram
kíkið á instagram.com/stinasaem
kær kveðja
Stína Sæm
Um að gera að hafa það bara kósí inni...krossum samt fingur og vonumst eftir sólríkum júlí :)
ReplyDeleteÉg er reyndar orðin frekar spillt af góðu veðri, búandi á Akureyri, en mér brá nú við að þurfa að kveikja ljós innandyra í morgun. Hér var úrhellisrigning og þrumuveður og dimmt yfir. En samkvæmt spánni á nú að vera sólarglenna hjá ykkur á föstudag og laugardag, vonandi rætist það :)
ReplyDeleteTakk fyrir mig. Ég skoða bloggið þitt mjög oft og finnst það fallegt og skemmtilegt.
ReplyDeleteKveðja Elísabet, Tálknafirði
Rigtig god og dejlig sommer til dig.
ReplyDeleteMange hilsner Susan