Top Social

Teak kommóða flytur inn // Teak dresser moving in

July 17, 2014

Þessa gömlu fallegu teak kommóðu rakst ég á í kjallaranum hjá tengdaforeldrunum um daginn,
í ljós kom að kommóðan var keypt undir ungbarnafötin hans Gunna míns árið 1970 
 og mér sagt að hún væri hans og við mættum endilega fá hana.


Mér finst hún ótrúlega flott en var ekki alveg að sjá að hún passaði hér inn, 
enda ekki mikið af retro mublum hjá mér,  sáum hana helst fyrir okkur i kjallaranum.


En þegar þessi elska var borin hér inn og sett á mitt stofugolfið,
 passaði hún bara svona glimrandi vel og hér skal hún bara vera.

Hún fék smá þvott, var örlítið strokin með fínum sandpappír og svo borin á hana teak olia
og hún er bara sem ný.... algjört bjútý.og svo er bara bara að raða á hana,
fyrir ofan kommóðuna hangir fermingarmynd af mömmu og brúðkaupsmynd af foreldrum hennar, 
á kommóðunni er meðal annars gamlir teak upptakarar frá ömmu og afa Gunna sem mér finst algjört æði.... 

já ég bara elska það að fá smá nýtt lúkk hér inn, og mér líkar það vel að blanda saman ólíkum stílum og tímabilum, hafa persónulega  hluti í kringum mig sem eiga sér sögu.
1 comment on "Teak kommóða flytur inn // Teak dresser moving in"
  1. Svakalega falleg og sómir sér vel þarna, er alltaf svo veik fyrir svona flottum teak-mublum :)

    ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature