Top Social

villigarðurinn við kofann

October 14, 2015
Snemma í sumar deildi ég með ykkur garðadraumórum mínum, með fullt af fallegum myndum af blómlegum görðum með óreglulegum stígum og litríkum og blómstrandi beðum, með svona frekar villt yfirbragð.


Í sumar gerði ég svo blómabeð, lagði stíg og hlóð tröppur ....
plantaði svo nokkrum gerðum af fjölærum blómum og sáði einhverjum fræjum.
útkoman í sumar var svo frekar villtur garður...
og þá er ég ekki að meina svona fallegt-myndefni-villtur, 
heldur bara blómabeð sem eru algjörlega í ruglinu. 
Næst á dagskrá er að færa til og grisja fyrir næsta sumar, núna þegar ég veit nokkurvegin hvernig þau blómstruðu og bara yfirhöfuð hvað kom upp,
Enn er þó fullt af plöntunum enn í blóma og nokkur blómstruðu bara mjög seint svona á fyrsta ári.



Ég er þó ótrúlega ánægð með tröppurnar sem ég gerði úr gömlum, notuðum hellum, mosavaxnar og gamaldags.
Sumarblómin í pottunum virðast hæstánægð með tröppurnar líka.



Annarstaðar í garðinum er svo runnagróðurinn kominn í haustbúning,
þessi dásamlegu litbrigði haustsins.
En mikið hlakkar mig til að hlúa að nýju beðunum mínum næsta sumar og sjá hvað úr þessu verður,
Vonandi verð ég komin með fallegann garð til að gera fullt af blómlegum bloggptum sumarið 2016.
Núna njótum við bara haustsins.
Hafið það sem allra best,
kær kveðja 
Stína Sæm

Svo margt fallegt á
  Facebook og Instagram,

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, 
svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best. 

Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature