Top Social

Pínulítið, heklað amigurumi kanínukrútt // tiny amigurumi bunny-cutie

March 22, 2014
Nýjasta ástríða mín í handavinnu eru heklaðar sætar fígurur, kallaðar amigurumi,
ég rakst á þessar fígurur á netinu og fór að safna þeim á pinterest,
vandamálið var bara að ég kunni ekkert að hekla, svo ég lagðist yfir heklbók Þóru  um daginn og eftir nokkrar illa gerðar prufur, er ég þó búin með eina kúrulega kanínu fyrir ömmugullið 
og var svo að klára eitt pínulíti krútt í dag sem mig langar til að deila með ykkur í kvöld.

Er hún ekki krúttlegust?
Mér finst hún æðisleg og svo skemmtilega skrítin öll hlutföll, sem gerir hana svona dásamlega krúttlega.

 Ég á að vísu ekki augu til að setja í hana en saumaði þau  í núna með svörtu garni og finst það bara koma vel út,

Sjáið bara hún er jafn sæt frá öllum sjónarhornum.

og hér sjáið þið hvað hún er pínuponsu lítil í lófanum á mér,
og þar af leiðandi fljótleg og auðveld.
uppskriftina finnið þið á allaboutami.com
og ég mæli alveg  með því að prufa, þetta er ótrúlega fljótlegt og gaman. Jafnvel fyrir byrjendur.
Enda gat ég, byrjandi þetta alveg og er bara rétt að byrja, með aðra í grágrænu á nálinni núna sem ég ætla að gera að bangsa,
 en með smá breytingu er hægt að gera ýmsar aðrar fígúrur. Langar líka að gera hana í öllum mögulegum litum og að sjálfsögðu gula fyrir páskana.


Hafið það sem allra best og góða helgi
kær kveðja
Stína Sæm

1 comment on "Pínulítið, heklað amigurumi kanínukrútt // tiny amigurumi bunny-cutie"

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature