Top Social

Breytingar

March 12, 2014
Nú eru aldeilis breytingar í gangi hjá konunni,
 í þetta sinn er ég ekki að færa til kertastjaka og annað smádót á heimilinu,
heldur er það stærri og frekar sjaldgæfari breyting,

En ég er að kveðja....
 ávextina.....

Þar sem girnileg ávaxtabox verða til...

og bananar og jarðaber sameinast í skyrboozti fyrir skólabörn.
en ég hveð góða vinnufélaga, á skemmtilegum vinnustað og yndislega vinnuveitendur,
á stað þar sem ég hef m.a. verið með ávexti og grænmeti fyrir skólabörn á mínum snærum í 2 ár og séð til þess að koma því út til barnana okkar ásamt ýmsu öðru sem tilheyrir skólamatnum.

 og ég sný mér að .....
blómum og öðru fínerýi,
en ég fékk vinnu í blómabúð þar sem ég er umlukin fegurð og dúllerýi allann daginn,


Ný vinna þýðir..... 
 nýr vinnutími, nýtt upphaf, nýir möguleikar og ný rútína,
ég sé frammá meiri tíma til að blogga og gera það sem mér þykir gaman, skapa og bæta og breita.
og mér þykir líklegt að blóm verði mér aðeins ofar í huga og slæðist hér inn i einni mynd eða annari á næstunni.
En fyrst og fremst sé ég bara fallega daga frammundan,
 því blómin eru dásamlegur félagskapur.


Hafið það sem allra best í dag
Kær kveðja
Stína Sæm5 comments on "Breytingar"
 1. Til lukku með nýja starfið mín kæra :)

  ReplyDelete
 2. Til hamingju með nýja starfið þitt Stína !...

  ReplyDelete
 3. Yndislegar fréttir :) Innilega til hamingju með nýja starfið þitt þar sem hæfileikar þínir fá svo sannarlega að njóta sín !

  knús og kram

  ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post Signature