Top Social

Gleðilega páska

April 1, 2018

 Það er orðin góð hefð fyrir því að Gunni minn kaupi handa mér eitt af undurfallegu páskaeggjunum frá Hafliða Ragnarsyni í Mosfellsbakarí, Sem eru ekki bara algjört listaverk heldur eru þau svo góð að þau hreinlega gæla við bragðlaukana og eiga vel við svona súkkulaði fíkil eins og mig.


Þessi egg eru algjört listaverk og standa á góðum stað í fallegu umbúðunum fram að páskadag... 
ég hef hinsvegar lært það af slæmri reynslu að hafa þau þar sem sólin nær ekki til... ok sem segir sig alveg sjálft en samt.... allra fyrsta Hafliða eggið mitt stóð á borðstofuborðinu nokkrum dögum fyrir páska, fyrir mörgum árum síðan. Við skruppum út úr bænum og þegar við komum heim var eggið orið að einni súkkulaðiklessu á borðinu.....  það gerist bara einu sinni á ævinni trúið mér.
og það liðu nokkur ár þangað til ég fékk Hafliða egg aftur! 
Svo það er passað uppá dásemdina.

En við skulum skoða dásemdareggið í nærmynd áður en ég byrja á því....










Litla gullið okkar fékk líka egg frá afa


lítið fallegt og einstakt...


ömmugullið vildi líka taka mynd af páskaegginu mínu og tók þessa mynd hér að ofan.... 
mér finst hún nú alveg ótrúlega efnileg með myndavelina sú stutta!

En svo fáum við okkur gott kaffi ....


og njótum þess að narta í dýrindis súkkulaðið....
sem venjulega endist mér í góðan tíma.

Gleðilega páska.

Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature