Top Social

í eldhúsglugganum

April 17, 2018
Plönturnar á heimilinu stækka sumar og dafna vel og svo bætast alltaf nýjar við... sumar að vísu dafna ekki svo vel og er skipt út en þó er það þannig að alltaf vantar nýja blómapotta fyrir þessar elskur.



Ég er alltaf rosalega hrifin af leirpottum en gallin er að ég er ekki hrifin af þeim þegar þeir eru nýjir, vil þá gamla og "lifaða" með allskonar affellingum og gamalli áferð...
er einhver með mér í því?


Ég á td ónefndann þykkblöðung sem er búin að búa hjá mér í nokkur ár og ég keypti hann í þessum gamla litla leirpotti og líklega valdi ég hann að mestu útaf gamla lifaða pottinu.
En hann hefur vaxið allsvakalega í eldhúsglugganum hjá mér og potturinn orðinn allt of lítill, svo ég keypti flúnkunýjann leirpott, sem ég bara málaði með milk paint og stenslaði svo munstur á.


Gæinn sem hættir ekki að vaxa!


Nú er ég búin að vökva nokkrum sinnum með því að láta pottin standa í vatni í vaskinum þar til moldin er gegnum blaut og leirinn sjálfur búin að drekka í sig vatnið eins og ég geri með alla svona leirpotta.... 


og ég er svo að elska hvað leirinn er að spila með mjólkurmálninguni og hann virkar strax svo mun eðlilegri


Nýr og flottur kaktus fékk svo gamla leirpottin og finst ykkur þeir ekki gordjöss saman!


Þennan blómapott málaði ég fyrir 2 árum með gráu, svörtu og hvítu  þannig að hann virkaði gamall og hann verður bara flottari og eðlilegri með árunum.

Sjarmurinn minn!


Á vinnustofuni hjá mér eru svo aðrir pottar úti í glugga sem vilja líka fá athygli í dag.

Þessi er málaður eins og stóri potturinn í eldhúsglugganum, 
grár og með svörtu munstri... 


og svo er það þetta bjútí þarna á bakvið sem fékk fallegt munstur í lit.


Ég á svo eftir að sýna ykkur fleiri stenslaða blómapotta á vinnustofuni þar sem ég er með námskeiðin og við meðal annars erum að stensla á blómapotta, 
en þessi bloggpóstur er bara orðinn alveg nógu langur í bili.

þið finnið allt um námskeiðið hér:


Með bestu kveðju

Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature