Top Social

Milk Paint JólaNámskeið með Fallegu JólaStenslunum

November 10, 2017
Í vikuni var ég með fyrstu Jólanámskeiðin hér hjá Svo Margt Fallegt í Keflavík 
og ég átti alveg æðislegar kvöldstundir hér í góðum félagskap frábærra kvenna.
Næstu námskeið eru svo á morgun, laugardag og svo á þriðjudagskvöldið 14. nóvember.



Þetta námskeið býð ég svo uppá fyrir litla hópa fram að jólum ef þið eruð 4 eða fleiri, hafið bara samband og þá er hægt að setja saman notalega aðventustund fyrir þinn hóp.
(uppl i síma 8938963 eða á namskeid@svomargtfallegt.is)


Á námskeiðinu kynni ég milk paint og þetta er í grunninn það sama og kennt hefur verið á milk paint námskeiðunum nema við förum ekki í eins margar aðferðir til að fá ólíka áferð.
Við máluðum trén okkar með einni einfaldri aðferð sem gefur okkur gamalt flagnað útlit, 
stenslum munstur á trén og sjúskum þau svo til eins mikið og hver og einn vill gera. 


Öll réttu áhöldin, litirnir og stenslar er tilbúið.
En ég var að fá í verslunina flott úrval af stenslum frá The Stencil Studio, bæði litla og stóra stensla sem hægt er að nota til að veggfóðra heilu veggina eða gera lítil munstur eins og við notum á námskeiðunum.
Sjáið úrvalið sem ég er með hér: 

Við byrjum bara á stafla af nýjum óspennandi spýtu-kubbum sem við ætlum að gera að fallegu einstöku jólastássi.


hér eru spýturnar málaðar með bleika litnum Arabesque eftir að hafa verið bæsaðar með Curio og farið yfir hvernig við notum Beeswax sem trix á milli umferða.


Eftir smá kaffipássu er svo komið að þvi að stensla munstur á trén, 

litirnir Scloss og Typewriter í frekar þykkri blöndu tilbúnir til að stensla með...
en voru svo blandaðir saman....



....til að fá frekar dökkgrátt munstur sem passar vel við antíkbleika grunnlitinn.



Svo verjið þið trén ykkar og getið þá í leiðinni prufað bæði og fundið muninn á vaxi og olíu, leikið ykkur með antík vax eða hvítt vax fyrir svona extra old lúkk og farið svo heim með ykkar einstaka tré sem er þó svo einfalt að þið getið gert enn fleyri sjálf ..


sniðug jólagjafahugmynd til dæmis er það ekki ?


 Þið getið valið hvaða liti sem er úr litakortinu, við erum með nokkrar útgáfur af jólastenslunum til að velja úr og þið gerið ykkar tré eins gamalt og sjúskað eða nokkuð slétt og fellt eftir ykkar eigin smekk, en nutral litir eins og grain sack, scloss og typewriter hafa þó verið algengt val hingað til auk Luckets green.... 
Það verður svo gaman að sjá hvaða litir verða fyrir valinu á næstu námskeiðum.

Ef þið viljið vera með á næstu námskeiðum þá er enn laust og ef þið eruð 4 eða fleiri getið þið haft samband og pantað fyrir hópin ykkar skemmtilegt kvöld.

Stína Sæm sími 8938963
eða namskeid@svomargtfallegt.is




ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature