Top Social

Svo Margt Fallegt básinn í Laugardagshöllinni

June 22, 2017
Ég var að finna... eða réttastt sagt að rekast á, þessar myndir sem ég tók  í Svo Margt Fallegt básnum á heimilis sýninguni í Mai. Ég var búin að merkja þær og gera klárar til að deila með ykkur en svo hafa þær bara beðið hér eftir athygli.


  En mig langar til að sýna ykkru smá glimps af básnum... svona nokkur lítil sjónarhorn af annars stútfullum pínulitlum bás.


Ég vildi að pínu litli pásinn minn liti út fyrir að vera  pínu lítið herbergi eða kanski lítið horn í herbergi eða stofu, 
Svo við hengdum upp myndagrúbbur með myndum frá Miss mustard seeds, slagorðum og upplysingum.... 
og toppaði það með pottaplöntu í fallegu hnyttu hengi frá Marr og máluðum blómapotti.


Ég málaði gamlar bækur í öllum 25 litunum okkar til að geta sýnt alla litina án þess að þurfa að vera með litaprufur eða litaspjöld, málaði líka trékassa til að sýna ólíka áferð og geta still upp vaxinu og olíuni á skemmtilegan hátt og málaði svo gamla Ikea Ivar hillu sem var bókahilla hér heima og raðaði þessu öllu í hana... bætti við plöntum og nammiskál til að gera heimilislegt... að sjálfsögðu voru plönturnar í mjólkurmáluðum blómapottum!


Ég var með uppsett vinnuborð í litla básnum mínum, þar sem ég var með opið milk paint duft og vatn og gat sýnt fólki hvesu auðvelt er að blanda málninguna og var með myndaramma til að mála... en það var svo stöðugur fólkstraumur að heimsækja okkur og sýna málninguni ómetanlegan áhuga, að ég gerði svosem ekki mikið af því að mála ...


Hér er milk paint duft í litnum scloss.. 
Þarna á bakvið sést i gamla kommóðu sem ég málaði fyrir sýninguna í litnum scloss og bleika Arabesque, en ég þarf að ná betri myndum af henni við fyrsta tækifæri.... 
hún á alveg skilið sér bloggpóst þessi, er algjör dásemd!


En vinnubrðið sjálft er algjört listaverk sem hafði staðið á vinnustofuni hjá mér lengi ....

Það fékk eina umferð af Typewriter og svo olíu yfir rétt fyrir sýninguna..


og jeminn eini hvað þetta borð er fallegt!

Mig langar til að þakka öllum sem komu við og gáfu sér tima til að heilsa uppá okkur,
þið sem skráðuð ykkur á póstlistann okkar: ég er að færa listann yfir á póstlista í tölvuni, nöfnin voru bara svo ótal mörg og verkið var hálfnað þegar tölvugreyið gafst upp...
nú er allt komið í lag og eithvað sem heitir póstlisti og fréttabref frá Svo Margt Fallegt á næsta leiti.

Þúsund þakkir til ykkar allra.
Stína Sæm og co


ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature