Top Social

Islenskt innlit // home and delicious

May 26, 2014
Hjónin Halla Bára Gestsdóttir innanhúshönnuður og Gunnar Sverrisson ljósmyndari reka saman vefin Home & Delicious, sem er frábær vefur um heimili, mat og lífstíl og hið dásamlega  veftímarit Home & Delicious.

Við ætlum aðeins að kíkja á bústað þeirra hjóna sem er frá 7. áratugnum en þau endurnýjuðu bústaðinn algjörlega en þar var kvorki vatn né rafmagn eins og oft var með bústaði hér á landi. Eins og við var að búast er breytingin vel gerð og bústaðurinn undurfallegur og hlílegur. 
Stór hluti af búslóðinni er hannað af þeim sjálfum og heimasmíðað úr rekaviði og það er greinilegt að hér eru miklir fagurkerar á ferð sem kunna sitt fag og hafa komið sér vel fyrir. 
Myndirnar eru að sjálfsögðu eftir Gunnar sjálfan en innlitið fann ég á netsíðunni Design sponge.Ég elska eldhúsið í bústaðnum og það hvernig öllu er lista vel komið fyrir. Svo heimilislegt og mikið fyrir augað. 

 Kíkið á vef þeirra hjóna homeanddelicious.com 
þar sem þið finnið einnig veftímaritið, pinterest  og fb síðu.


Kær kveðja
Stína Sæm1 comment on "Islenskt innlit // home and delicious "

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature