Top Social

Morgun verkin.

May 15, 2014
Mig langar nú til þess að byrja á þvi að sýna ykkur litlu dásamlegu Gerberuna sem ég er með á eldhúsborðinu hjá mér, þessi kom með síðustu sendingu í Cabo, var sú eina hvíta og ég bara stóðst hana ekki.. hún einfaldlega kallaði á mig. 
og svo var ég að fá mér  litla kertastjakann þarna á borðinu, alveg flunku nýr og keyptur í búð en ekki markaði, svona þykjustunni gamall...
 en ómæ hann er svo mikið æði.

En að morgunverkunum á þessu heimili í dag:

 Hér sit ég í morgunbyrtunni, meðan ég læt rennna í bað
 og drekk kaffið mitt, hekla og kíki á bloggið....

 svo  munda ég  myndavelina og skella inn einum bloggpósti, 
það verður nú að segjast eins og er að það varð ekki mikið meira heklað en bara þessi litla miðju dúlla sem sést á myndinni,
Verkefnið er hins vegar vagnteppi í brúna gamla Silvur cross vagninn sem ég sýndi ykkur hér,
og ég ákvað að hvíla mig aðeins á bangsa krúttunum og gripa smá stund í teppið til að fá tilbreytingu.


En þá er kominn tími til að græa mig í vinnu, kaffibollinn tómur og baðið orðið fullt,
eigið góðann dag í dag,
munið að brosa og sjá alltaf eithvað fallegt í þessu hversdagslega.

kær kveðja
Stína Sæm


Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature