Top Social

Ömmugull fær nýtt herbergi

May 5, 2014
Litla ömmugullið mitt sefur nú vært í nýja herberginu sínu, 
sem amman hefur verið að föndra við,

En herbergið hennar er ástæðan fyrir bloggleysinu hér undanfarið, 
amman er að mesu upptekin við föndur og handavinnu á þeim tímum sem áður fóru í bloggvinnu,
held það sé frekar langt síðna ég hef eytt svona litlum tíma í tölvuna og er þá sjaldan með hugann við bloggið okkar fallega.
Ég hef setið í leti yfir sjónvarpinu eins og áður, 
en þá með heklunálina í höndunum en ekki tölvuna í fanginu.

Það hefur líka verið saumað  smá og þá kom þessi gamla gersemi hennar mömmu minnar að góðum notum, sem líklega er nokkrum árum eldri en ég en virkar vel engu að síður
Svo hefur verið föndrað örlítið,
og alltaf bætist í verkefnin sem  er verið að mála og breita.


En það er loks að koma smá mynd á herbergið,
þó enn eigi eftir að klára eitt og annað og hengja upp myndir ogfl.

en það fer vel um litlu Írisi lind mína í nýja herberginu,
sem er stórt og bjart,

 kvöldsólin leikur um herbergið

 og á fallegum kvöldin sjáum við himininn skarta sínu fegursta í bleikum og rauðum litum,
því hér er útsýnið alveg stórkostlegt á kvöldin.
Hér sést yfir allann Reykjanesbæ, frá innri Njarðvík og yfir Keflavík.


Hafið það sem allra best á þessu fallega sumarkvöldi,
kær kveðja
Stína Sæm


2 comments on "Ömmugull fær nýtt herbergi"

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature