Top Social

vorboðar rétt fyrir páska

April 3, 2012

Ég held sveimérþá að það sé að koma sumar. 

Þegar ég kom heim úr vinnu í í dag, í glaða sólskíni, voru páskagreinarnar í glugganum búnar að springa svona ægilega vel út og orðnar gular og fallegar,
 alveg í stíl við gulu blómin sem ég hafði dreift í litlar krukkur og sett út í glugga. og í staðin fyrir að setja krukkurnar svo á bakka, þá grúbbaði ég þær frekar saman inní litlum kransi sem ég keypti í Söstrene Grene um daginn, og minnir pínu á hreiður, finst ykkur það ekki?

á borðinu eru svo þessir túlipanar (i fallegu skálinni minn frá Greengate) í félagsskap með sítrónum og lime á diski... bara til að fá pínu meira gult og grænt, enda er ég voða mikið fyrir sítrus litina.. gult, grænt og appelsínugult.

Svo sit ég við tölvuna og sé varla á skjáinn fyrir sólinni og horfi á rúmfötin hjá nágrannakonunni blakta í vindinum úti á snúru...
já sveimérþá núna má sumarið alveg fara að koma.



Stína Sæm




1 comment on "vorboðar rétt fyrir páska"
  1. Svo páskalegt og fallegt! Páskagreinarnar mínar eru einmitt búnar að springa út og keypti gula túlípana til að fá smá páskastemmingu í próflestrinum!

    Kv.Hjördís

    ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature