Top Social

páskarnir hjá mér

April 9, 2012
Við skruppum í bústað um helgina og komum heim seint í gær, á páskadag. Við höfum ekki enn borðað páskaeggið fína... er eiginlega ekki að tíma því haha. En finst hæfa þessu fína eggi að borða það spariklædd í stofunni, en ekki í náttfötunum yfir sjónvarpinu eins og ég geri oftast á páskadag.

Ég ólst upp við það að eggið mitt var alltaf falið og við systurnar byrjuðum páskadagsmorgun á því að leita að egginu... sama sagan var alltaf með mínu krakka og engin má helst sjá eggið fyrr en eftir að hafa fundið það.
Núna erum við ekkert með nein börn lengur, ég var búin að sýna ykkur eggið flotta sem Gunni gaf mér, en hann kaypti líka eggjarform, svo ég bræddi súkkulaði uppí bústað og gerði eitt ekki-svo-allt-of-fallegt páskaegg úr dökku súkkulaði, eigum eftir að borða það líka.


Ég hélt ég hefði skilið myndavelinina eftir heima, en annað kom reyndar í ljós þegar ég fór að pakka niður fyrir heimför.. dæmigerð ég. Svo það hafa ekki verið teknar neinar páskamyndir í bústaðnum en ég ákvað að kíkja á hana Loretu sem er með bloggsíðuna All the beautiful things, en ég vissi að þar fyndi ég undurfallegar páskamyndir til að deila með ykkur.
og það brást ekki, sveitalegar og fallegar myndir með börnum og lituðum hænueggjum í aðalhlutverki, allt í dásamlega fallegum og mildum pasteltónum.













Stína Sæm




Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature