Það er aðeins vika til páska svo mér fanst tilvalið að hafa smá páska áhrif á kvöldverðarborðinu í gærkvöldi.
Lítil gul blóm í krukkum og sprittkerti í eggjabikurum
mjög einfalt og fallegt... ég átti hinsvegar erfitt með að ákveða hvort ég ætti að hafa kertabikarana sem diskaskraut eða með blómunum í miðjunni.
Mér hefur alltaf þótt alveg ægilega gaman að leggja á borð og á það til að dúlla dáldið lengi með bara svona einfalt borð eins og þetta.... og tilefnið var í raun ekkert nema það að minn yndislegi eiginmaður var að elda dásamlega steik handa okkur.
Þessar myndir tók ég svo núna í dag af páskagreinunum í elhúsglugganum og blómunum á borðinu. blómin eru bara í eldhússkál og pappír (sem var hirtur af einhverjum pakka einhverntíman)vafið utanum pottinn og snæri bundið utanum og svo merkimiðar sem ég prentaði út og hengdi á blómið og páskagreinarnar ( finnið tags hér. bara prenta, klippa og hengja)
Ég vona að þið eigið öll góða helgi.
![Stína Sæm](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEi3WEWmf0VQEROshr0kNJFivRlhJMU2TnWbG-TrOXz0XbyoUHBY8UWM-tkRyduFyvGldkUi2BEbU9rHVEWI4fxDHet6fGsyv2DwT_VcE64eavtreTdXseWdKJtLddQxjcmxjSbiIDv8Rfcm/s200/cats.jpg)
Notalegt, bjart og fallegt, takk fyrir þetta. Og svo áttu líka svo dásamlega fallega glugga!!
ReplyDelete