Top Social

fyrir utan kofann í þessu dásamlega veðri

August 3, 2012

 Veðrið er svo dásamlegt þessa dagana að það er ekki hægt annað en að draga framm myndavelina og taka smá sumarmyndir þegar tækifæri gefst....
 svona ef ég finn sjónarhorn þar sem vinnupallar og málningardósir sést ekki .

það er alveg magnað hvað bleiki liturinn inní kofanum getur teygt sig út fyrir í svona góðu veðri ,
en bleikt kósýþema við  kofadyrnar klikkar ekki, sumarlegt, bjart og fallegt

og ég er sérstaklega ánægð með gamla kapalkeflið sem við fundum í vikunni, það var algjörlega munaðarlaust liggjandi úti í móa og vildi endilega koma heim með okkur. og hér held ég að því líði bara voða vel.
 sjáiði litla fallega töffarann minn sem lætur fara vel um sig þarna í skugganum?

Fyrir utan kofann er ýmislegt sem eftir er að gera, ég á mikla garðvinnu eftir og draumurinn er að vera með fallegann og gróinn garð sem verður sælureitur alla tíma dagsins og í skjóli frá bæði umferð og vindi.
en það kemur nú ekki í veg fyrir að hægt sé að gera pínu huggulegt. enda nokkur ár í að garðurinn verði eins og mig dreymir um. 

Stína Sæm



3 comments on "fyrir utan kofann í þessu dásamlega veðri"
  1. Best að kvitta núna. Takk fyrir hvað þú ert dugleg að blogga og hvað þetta er flott allt hjá þér! Kíki reglulega til þín.
    kv. Eybjörg.

    ReplyDelete
    Replies
    1. Takk fyrir komuna Eybjörg og að gefa þér tíma til að kvitta líka .
      Alltaf svo indælt og gott að heira í þeim sem kíkja hér við.
      eigðu góða helgi
      kær kveðja Stína

      Delete
  2. sumarlegt og voðalega notalegt, kaplakeflið er gordjöss!

    ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature