Top Social

Ömmugullið mitt

November 25, 2013
20. Nóvember var líklega einn fallegasti og besti dagur sem ég get hugsað mér, 
en um morgunin kom litla ömmugullið mitt í heiminn, og ég fékk nýtt og spennandi hlutverk í þessu lífi.
 Fæðingin gekk eins og í sögu, við ömmurnar vorum báðar viðstaddar og litla kraftaverkið kom í heiminn við kertaljós og jógatónlist, í baðinu og hefur átt hug minn og hjarta frá allt fyrsta augnbliki.

Amman sátt við nýja titilinn,  
með krafraverkð mitt á fyrsta degi, svo fallega og fullkomina litla dömu.
Svo setti ég allt á fullt við að gera gömlu fjölskylduvögguna klára áður en litla fjölskyldan kom heim næsta dag, en ég nýt þeirra forréttinda að þau búa hér hjá mér og vaggan stendur í stofunni hjá mér svo hvít og falleg.


og hér er litla daman komin heim í ömmukot og kúrir í vöggunni sinni fallegu...

En best af öllu þykir henni nú samt að liggja hjá mömmu sinni...

og ekki er síðra að kúra í fanginu á stolta pabba sínum,
en þessi fallegi gullmoli, sem er svo vær og góð fær að kúra í fanginu á okkur allann daginn,
 en þannig líður henni best og þannig trúum við að hún dafni best.

Þessa dagana á ömmulutverkið hug minn allann og ég get alveg trúað því  að þið faíð að sjá meira af ömmugullinu mínu enda er fátt sem ég get fundið fallegra til að deila með ykkur.
En jólpóstar munu læðast með inná milli því lofa ég.

Kveðja og knús 
frá ömmu Stínu 
sem svífur um á bleiku skíi.




19 comments on "Ömmugullið mitt"
  1. Hún er svo mikið æði. Bíð spennt eftir að kíkja á hana.

    Kv.Hjördís

    ReplyDelete
    Replies
    1. Held sko bara að henni hlakki til að hitta þig líka <3

      Delete
  2. Innilegar hamingjuóskir í ömmukot!!
    kv Ása

    ReplyDelete
  3. Til hamingju með litlu dömuna og nýja titilinn þinn amma Stína ! yndislega fallegar myndir hjá þér :)

    ReplyDelete
    Replies
    1. Takk Kristín, ömmutitillin er svo kærkomin :)

      Delete
  4. Til hamingju með litla ljósið ykkar allra, og með nýja hlutverkið elsku Stína <3

    Best í heimi, enginn vafi á því!

    ReplyDelete
    Replies
    1. Já Dossa þetta er sko best í heimi.
      knús til þín

      Delete
  5. Innilega til hamingju með dásamlegu ömmustelpuna, skil vel að þú sért algerlega hugfangin :)

    ReplyDelete
  6. Til Hamingju elsku Stina med litlu ommu stelpuna thina, hun er gullfalleg , og mikid er hun heppin ad eiga svona yndislega ommu gangi theim vel i lifinu litlu fjolskylduni , knus fra Norge.

    ReplyDelete
    Replies
    1. takk Auður hún er alveg dásamleg og verður mikið knúsuð og elskuð þetta ljós.
      knús til Noregs frá Keflavíkinni

      Delete
  7. Congratulations on your beautiful new precious granddaughter. What a wonderful sweet blessing.

    Erika

    ReplyDelete
    Replies
    1. thank you Erika
      We are all blessed with this beautiful little sweetheart <3

      Delete
  8. Hjartans hamingjuóskir með þessa fallegu stúlku. Takk fyrir bloggið þitt, skoða það mjööög reglulega :)

    Kveðja Þórný

    ReplyDelete
    Replies
    1. Takk fyrir falleg orð Þórný, alltaf svo gaman að heyra í lesendum og fá fallegar kveðjur.
      kveðja Stína

      Delete
  9. elsku Stina amma, reyndi um daginn að setja in comment en það mistókst svo að nú reyni ég aftur:)
    Innilega til hamingju með yndislegu fallegu stelpuna þína, mikið áttu nú fallegt fólk:)
    og vaggan er svo falleg:)
    knús Sif

    ReplyDelete
  10. Did you crochet that sweet blanket? Could you share the pattern?
    Thx
    Sophie

    ReplyDelete
    Replies
    1. No I did not crochet that beautiful blanket, it was a gift when she was born. But it sure is a beauty. And I would love to have the pattern.
      Stína

      Delete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature