Nú er fyrsti í aðventu á morgun og ég á enn eftir að gera kransinn minn,
geri ráð fyrir að gera einhverja einfalda og skemmtilega kertaskreytingu í eldhúsið og svo hefðbundinn aðventukrans í stofuna.
Á eldhúsborðið langar mig til að nota krukkur eða kökuform fyrir aðventukertin og tók saman nokkrar fallegar myndir sem heilla mig.
Hér að neðan eru svo aðventukertin í eldhúsglugganum hjá mér 2011
og einföld borðskreyting sömu jólin í eldgömlu kökuformi frá ömmu minni.
Eigið notalega aðventu,
kveðja
Stína Sæm
Svo dásamlegar og nærandi myndir hjá þér, kærar þakkir fyrir að lofa mér að skoða :-)
ReplyDeleteGreetings from Finland :) Stopped by while searching for vintage and DIY interiors, I cannot understand your language but you've got such pretty pictures here! :)
ReplyDelete