Top Social

í púkó & smart

August 29, 2012
einn góðann dag í sumar, rölti ég um Laugarveginn í blíðskaparveðri og datt þá óvart inn um dyrnar á Púkó & smart.. nýjustu uppáhaldsbúðinni minni í bænum.




Nú Það er engin önnur en Hera björk sem er búðarkonan í þessari nyju dásemd 
og hún leifir okkur að fylgjast með hugrenningum sínum og jafnvel innkaupaleiðangri á fb-síðunni.. 

og það er svo gaman að fylgjst með þarna inni, alveg hellingur til að dáðst að og langa í...

En gefum nú frú Púkó sjálfri orðið:
"Æjj þetta er svo dásamlegt allt saman og við erum svo montin af því að vera að framkvæma þetta loksins:) 

Frúin er búin að ganga með þennan draum í mallakútnum í ca.12 ár og hefur talað linnulaust um þetta verkefni við öll möguleg tækifæri innan vinkvennahópsins undanfarin 3 ár...og svo var bara nóg komið og stefna tekin straight ahead:) Einhver sagði "first talk the talk...then walk the walk" og þetta er nákvæmlga það sem við erum að gera núna....og svo verður bara spennandi að fylgjast með þessu vaxa og dafna. 

Nýja barnið hefur semsagt fengið nafnið "Púkó & Smart" og segir það allt sem segja þarf:) 
Það er þetta dásamlega jafnvægi sem þarf að ríkja til að lífið gangi upp...ekki of púkó og ekki of smart...heldur sittlítið af hverju...og hárið gljáir meira:-) 
Knús og kleinur, 
Frú Púkó:) "

ég var einmitt að furða mig á að einhver nefni svona dásemdar búð "Púkó og smart"  en núna finst mér það bara alveg meika sens :)


Svo margt fallegt í eldhúsið og gourme dásemdir til að bragða á.

Bakkar, luktir, uglur og vasar... gæti það verið betra?!!

Þið vitið það að svona rómó og sveitó búð verður að vera með eithvað af snögum og hér eru þeir sko alveg gordjös.

En þar sem ljósanótt er næstu helgi hér í Keflavík, hef ég sérstakann áhuga á öllum undurfallegu luktunum sem eru af öllum stærðum og gerðum og hver annari fallegri.



Úúúú ég væri til í að eiga nokkur stk af öllum þessum luktum í öllum stærðum og lýsa upp allt umhverfið á sjálfri ljósanótt.


Myndirnar og ummæli frú Púkó fann ég á fb síðunni
ef þið skilduð ekki enn vera búin að kikja á og læka síðuna þá mæli ég með því, 


í þessari búðarferð minni fyrr í sumar
 verslaði ég að sjálfsögðu eitt og annað, bæði púko og smart
og verð að sjálfsögðu að skella hér inn myndum fyrir ykkur fljótlega
Stína Sæm




2 comments on "í púkó & smart"
  1. ég er sko búin að kíkja í þessa fallegu búð og hún verður örugglega á heimsóknarlistanum næst þegar ég verð á ferðinni í borginni
    kveðja Adda

    ReplyDelete
  2. Finnst þessi búð æði! Þarf alveg að fara að gera mér ferð þangað.

    Kv.Hjördís

    ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature