Sjáið dúkinn minn....
hann er í algjöru uppáhaldi hjá mér, er frá House doctor, skemmtilega hversdagslegur og gamaldags og var brúðargjöf frá Ingu frænku sem veit sko alveg hvað virkar á mínu heimili.
í búðarferðinni sem ég sagði ykkur frá í síðasta pósti rakst ég á sama dúkinn (ok ekki sama eintakið en þið vitið hvað ég meina) og svona tauserviettur í stíl. Svo ég kipti með mér heim einni svoleiðis og nota hana td í brauðkörfur.
Hér er hún í mandarínukassa sem virkar líka vel sem brauðkassi, en tauservettan er algjört æði með sætu fínu blúnduna sína.
Nú svo fékk ég mér ljúfengt Límonaði frá Nicolas Vahé, og flaskan er svo smart að hún stendur núna á borðinu sem vatnsflaska, með bara ósköp venjulegt Íslensk kranavatn. (Limonaðið er lööngu búið;)
Pínu fínni glös og sítrónusneiðar og myndin væri mun betri.
En svona var þetta hér heima í dag.
Almennilegt og gott snæri er nauðsynjavara í hvert eldhús eða þvottahús,
svo eitt stk. snæri á herðatré, rataði ofaní pokann og hangir núna á hillu fyrir framan þvottahúsdyrnar.... oh er það ekki alveg ægilega flott?
Ert þú búin að kíkja í Púkó og smart á Laugarveginum?
.
Frábært blogg, elska líka Púkó og Smart :)
ReplyDeleteKv Sigga :)
Hæhæ, virkilega gaman að fylgjast með þér og öllu því fallega sem þú gerir!;)
ReplyDeleteLangar að forvitnast hvaða bæsi þú notar á mandarínukassann?
Bestu kv. Þórdís/mystuff.is
sæl Þórdís og gaman að sjá þig hér.
Deleteég nota bæs sem ég bý til úr ediki og stálull, læt stálull liggja í ediki í ca sólahring og pensla svo á viðinn, eftir korter fer svo viðurinn að grána.. algjör snilld. svo laga ég mér bolla af te (bara venjulegt melroses) og pensla því á þar sem ég vil fá aðeins dekkri lit,eiginlega óhreint lúkk, kringum heftin og á kantana.
kv Stína
já og langar að bæta við Þórdís að ég er mikill aðdáandi kertanna þinna, finst þau alveg endalaust falleg <3
Delete