ég var ekki gömul þegar ég heillaðist af barnavögnum og sat kornung með blað og blíant og teiknaði dúkkuvagninn minn tímunum saman... jú og líka blóm ;)
En lagið á barnavögnum hefur alltaf heillað mig og það var líklega mín fyrsta ást þegar ég sá eldgamlann vagn sem nokkrir krakkar voru að leika sér með....
þeim fanst hann bara gamalt drasl til að leika sér með, en ég var alveg dolfallin, fanst hann bara svo fallegur,
það varð án vafa ást við fyrstu sýn..og hefur ekki verið aftur snúið síðan.
línurnar í þessari eldgömlu hönnun er hreint listaverk og eithvað sem ég get endalaust dáðst að, enda bara svo fallegt,
svo fullkomnar línur og hlutföllin!!!
ómæ þvílík listaverk.
Þegar við tölum um gamaldags barnavagna kemur silver cross líklega helst upp í hugann hjá okkur flestum þó ótalmargar tegundir hafi verið til í gegnum tíðina en kíkjum aðeins á sc.
Silvur cross vagnar hafa fylgt konungsfjölskyldunni í gegnum kynslóðirnar og hér eru nokkrar skemmtilegar myndir af þeim
Bretlandsdrottning og prins Philips, keyra Karl prins um í silvercross vagni árið 1948 en það er gaman að segja frá því að drottningin var sjálf í silvercross vagni
og hér er svo Diana prinsessa ..
2ja ára krúttleg og sæt
og metromum.com
ómæ finst ykkur þetta ekki ótrúlega fallegt?
Er einhver ykkar kanski með pínulitla barnavagna dellu,
eða eruð þið kanski sammála flestum í kringum mig og finst ég bara dáldið biluð á köflum?
Ójá ég deili þessari dellu, enda kom ekkert annað til greina fyrir mín börn en sc vagn! Eina af barnadótinu sem ég geymi :D
ReplyDeleteEr búin að leita núna í nokkur ár eftir hinum fullkomna gamla dúkkuvagni, þræði antíksölur þegar ég er erlendis, en so far án árangurs, en ég skal finna hann!
bookmarked!!, I love your site!
ReplyDeleteAlso visit my site: 21 day fix review