Tveir litlir frændur voru í pössun um helgina
svo Stína frænka skellti í einfaldar og góðar gulrótarmöffins..
og þegar foreldrarnir komu að sækja ungana sína var sittlítið af hverju komið á borðið...
en frænkan þurfti að smella af einni mynd eða fleyrum áður en nokkur fékk að byrja,
og 9 ára frændinn sem var búinn að bíða aaaaltof lengi eftir möffins er búinn að uppgötva að hann á stórundarlega frænku sem tekur myndir af kökum og gefur honum mjólk í glerflösku með röri.
Jebb held ég verði í minningunni skrítna frænkann í gamla húsinu.
En guttinn fékk sitt fyrir rest og mér var fyrirgefin biðin.
Kökur finst mér alveg með skemmtilegra myndefni, enda eru bestu kökurnar jafn sætar í útliti og bragði og geymast svo ótrúlega vel á myndum.
Vonandi áttuð þið notalega helgi, hvort sem það var hér í rigningunni eða á þurrari slóðum
Takk elskurnar fyrir innlitið
Vá, rosalega flott hjá þér og ekkert smá girnilegt! Og flott myndataka :)
ReplyDeleteYndislega fallegt :) Jömmí, jömmí!
ReplyDeleteGeggjað!
ReplyDeleteYndislega fallegt. Má maður forvitnast og spyrja hvar þú fékkst þetta fellega bretti?
ReplyDeleteþakka þér fyrir.
Deletebrettið dásamlega fékk ég í Kremmerhused í noregi í vor. Hef notað það ótrúlega mikið og einfaldlega bara elska það. Hér til hliðar eru linkar á nokkrar netverslanir og Kremmerhuset þar á meðal, og svo er spurning hvort þetta fáist hér, veit það ekki.
hv Stína
vá, ofsalega fallegt og of girnilegt!
ReplyDeleteummmm en girnilegt hjá þér Stína og rosalega eru bollakökurnar flottar hjá þér. Ég væri alveg til í að koma í kaffi til þín þó svo að ég drekki ekki kaffi;)
ReplyDeletekveðja Adda
Þakka ykkur fyrir dömur, bollakökurnar eru alveg af einföldustu gerð, pakkasvindl af verstu gerð, en gleður augað og braglaukana engu að síður.
ReplyDeleteog Adda hér er til te af ymsu tagi og mjólkin í glerflöskunum er að sjálfsögðu fullkomin með kökunum.
þakka ykkur öllum fyrir innlitið og dásamlegu kommentin ykkar.
kv Stína