af því að ég var nú að tala um fallega barnavagna og þessa ólæknandi vagnadellu mína, þá langar mig til að deila með ykkur myndum sem ég tók í sumar eftir að við systurnar fengum okkur rölt hér niðrí bæ með vagninn hennar.
En það var akkurat svona vagn sem ég átti fyrir mína unga
(og á enn, en vantar bara smá alúð og umhyggju svo hann sé nothæfur)
Systir mín naut þess að passa lítlu frændur sína í vagninum góða þegar hún var krakkiog smitaðist af dellunni í mér.
Hinsvegar treysti hún ekki á að ég kæmi mínum í stand aftur, fyrir hana í tíma fyrir litlu rósina og keypti þennann, sem hafði verið pakkaður inn í mörg ár, gullfallegur og alvegeins og nýr.
Það er alger draumur að labba um með svona eðalkerru í fallegu sumarveðri og litla rósin sefur svo vel í honum. Svo stendur hann á besta stað á heimilinu hjá þeim, sem aðaldjásnið í stofunni.
já og það eru fleiri eðal vagnar í fjölskyldunni og einn þeirra er eldgamall vagn með trébotni sem eldri systirinn á, hann ratar líklega hér inn einhvern daginn ef ég næ góðri mynd af honum.
O.M.G fæ flashback. Átti svona grænan sem kostaði sko skildinginn árið 1980. Fékk lánaðann einn fyrir nokkrum árum fyrir barnabarnið og vakti alls staðar athygli með vagninn þegar við fórum í göngu. R
ReplyDeleteVá geggjaður vagn!
ReplyDeleteKv.Hjördís
Ég hef alltaf séð dáldið eftir því að hafa ekki keypt mér grænann, en þeir voru bara voðalega "inn" svona navy í kringum 1990 þegar ég keypti minn.. man eftir einum sem mamma bekkjarsystur minnar átti og var svona alveg flöskugrænn.. ómæ hvað hann var flottur (bekkjarsystirin fór helst ekki út með hann... fanst hann svo halló)
ReplyDeleteÞað er sko alveg ljóst að það verður einn svona til staðar á mínu heimili þegar barnabörnin koma, hvort sem það verður minn gamli eða einhver annar.
og takk innilega fyrir innlitið :)
Ég var eitthvað að "gúggla" barnavagna og álpaðist einhvern veginn hér inn og fór að skoða og fékk smá hlýtt í hjartað. Ekkert lítið sem mér fannst gaman að fá að fara út með Sæmund í svona vagni, sá ekki yfir hann en var klárlega með flottasta barnavaginn... :) Gaman að "rekast" á þig hér ;)
ReplyDeleteBkv
Sigrún - "pössunarpía" úr keflavík :)
jahérna sæl Sigrún, gaman að fá smá línu frá þér. Man sko eftir þér, varst svo ung en alltaf til í að fá að labba með Sæma í vagninum.
DeleteHlýjar kveðjur
Kristín
já já já, ca 10 ára ! þetta var svo fallegt barn í fallegum vagni. Ég heillaðist svo rosalega af vagninum að ég fékk mér svona dásemd fyrir mín börn :)
ReplyDeleteótrúlega gaman að því, þessir vagnar eru líka algjört æði. Ég var nú að reyna að finna þig á fb eftir að ég sá skilaboðin frá þér, en fann þig ekki. Sæmi biður að heilsa þó hann muni nú að sjálfsögðu ekkert eftir þér haha
Deletekv Kristín