Top Social

Að hugsa vel um penslana með pensla sápuni.

January 7, 2017
Þið vitið eflaust nú þegar að Miss mustard seed´s milk paint er ekki bara málningin, heldur bjóðum við uppá breytt vöruúrval,  Svo þið getið fengið allt sem þarf til að gera kraftaverk heima hjá ykkur, eins og efni til að verja málninguna, verkfærin,  pensla og jafnvel svuntu til að verja fötin ykkar.


En vissuð þið að við erum líka með sápu til að þrífa og næra penslana ykkar?




Ég veit það að gæða penslar endast mun lengur ef við hugsum vel um þá og þess vegna vil ég kynna sérstaklega fyrir ykkur penslasápuna.


Handgerða sápan okkar er gerð úr nátturulegum olíum og fitum, sem við leggjum mikla áheyrslu á að eru framleiddar af ábyrgð og vottaðri sjálfbærni. 


þessi gæða sápa bæði hreinsar og nærir penslana þína og mig langar að deila nokkrum góðum ráðum til að hugsa vel um þá, 


ráð sem ég sá á síðuni hjá Miss mustard seed og hef síðan þá, alltaf notað til að hugsa um mína pensla.


þegar þú færð þér nýjann pensil með náttúrulegum hárum, eru hárin svo fullkomin í laginu og mjúk...


en svo notarðu hann, og gleymir jafnvel að þrífa hann strax...


en með sápuni og réttri meðferð geturðu haldið penslinum fallegum og góðum,


þrífðu pensilinn vel með uppþvottalegi, það er ekki fljótlegt verk, það ætti að taka nokkrar mínútur að mest alla máninguna úr hárunum.
þegar mesta málningin er farin úr, tekurður pensla sápuna í lófann og notar hana til að djúphreinsa og næra pensilinn.


haltu áfram að sápa hann í lófanum, nuddaðu og skolaðu þar til vatnið verður alveg hreint.


þá er líklega pensillinn orðin frekar úfin og þú vilt ekki að hann þorni svona úfin því þá er hann þannig næst þegar þú vilt nota hann, svo þú skalt vefja hann í brúnann pappír eða dagblöð,
það dregur í sig rakann og hjálpar hárunum að þorna í réttri lögun


Vefðu pappírnum um pensilinn og festu með bandi eða teygju
og láttu hann þorna svona.


þegar þú svo fjarlægir pappírinn er pensillinn tilbúin og lögunin í lagi.
og þú getur svo jafnvel notað pappírinn aftur næst þegar þú þværð pensilinn þinn.

Vonandi voru þetta hjálpleg ráð og nýtast þér jafnvel og mér við að halda náttúrulegu fínu penslunum þínum góðum og fallegum eins lengi og unnt er.

credit;
missmustardseedsmilkpaint.com



Með bestu kveðju:
Stína Sæm


Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature