Top Social

Hrekkjavöku Graskerið Skorið út

October 31, 2017
Mig langar til að sýna ykkur ferlið þegar þetta flotta grasker var skorið út í síðustu viku.
Bara svona ef einhver á enn eftir að skera út fyrir kvöldið og segist ekki kunna það....
engin afsökun!
Svona er þetta gert.



í síðustu viku kom eldri sonur minn heim í einn sólahring en hann var á leið til Ameríku að halda uppá Halloween, en hann er held ég einn sá mesti hrekkjavöku-fan sem þú getur fundið
 og í þessu stutta stoppi keypti hann sér grasker til að skera út.... og að sjálfsögðu nýt ég góðs af þvi, ég meina ekki tók hann graskerið með sér til Ameríku!



Litla skottan fékk að vera með frænda sínum og fanst rosalega spennandi að fá að hjálpa til og miðað við það sem hún getur skapað og gert þá verður hún líklega farin að gera svona sjálf um leið og við fullorðna fólkið treystum henni fyrir að vinna með beittan hníf.

En það sem þú þarft í verkið er Grasker að sjálfsögðu, fæst í íslenskum verslunum á þessum árstíma í dag, beittan hníf, skál fyrir gumsið, fyrirmynd (google kemur að góðum notum) skriffæri og gott að hafa áhugasaman lítinn hjálparmann.

Byrjaðu á því að skera lok á graskerið.


Hreinsaðu næst allt gumsið innanúr... 
hér nýtist litli hjálparmaðurinn vel!


Notaðu nú fyrir myndina og rissaðu á graskerið....
það þarf ekkert að verða skírt, bara þannig að þú sért með allt á réttum stað og hlutföllin í lagi.

ath ef þú getur ekki teiknað fríhendis eftir fyrirmynd þá prentaru myndina bara út í réttum hlutföllum, klippir út götin á blaðinu og teiknar eftir því.


Svo er bara að skera út götin...
passa bara að skera sig ekki og halda litum hjálparhöndum frá rétt á meðan.


Skella svo kerti í 
og slökkva ljósin.




þessi hefur alveg fengið krekkjavöku genin frá báðum sonum mínum,
andlitsmálningin var lykilatriði og eiginlega málaði hún sig að hluta til sjálf.

 Graskerið bíður svo úti á tröppum,
eflaust fullt af þakklæti fyrir að vera í kuldanum á Íslandi.. 
en þessi mynd er tekin í dag þegar það hefur staðið úti síðan á föstudaginn.

Þoriru?

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature