Top Social

Svarti Liturinn Typewriter

October 18, 2017





Jæja þá er komið að litum Október mánaðar,
Við leggjum sérstaka áheyrslu á liti mánaðarins, deilum td bloggpóstum og myndum af verkefnum með litum mánaðarins þannig að við séum að kynnast litunum og vörum mánaðarins aðeins betur.

Þess vegna ætlum við að opna einn poka af  Typewriter og einblína aðeins á vinsæla svarta litinn, sem er #1 langvinsælasti liturinn hjá Svo Margt Fallegt,
og líklega erum við Íslendingar dáldið sér á parti með það.



Þetta er svarti liturinn í línuni og gamlar svartar ritvelar komu upp í hugan þegar farið var að velja nafn á þennan svarta lit.
málningin sjálf er svört þegar þú málar, rétt eins og þessi málningar doppa, en þegar hún þornar verður hún hinsvegar mött og kolagrá.
Eins og aðrir litir í milk paint línuni þá tekur hann á sig dýpri og meiri lit þegar  vörnin er borin á og hér að ofan sjáum við hversu ólíkur hann verður eftir því hvaða vörn við veljum.
Svartasta litinn fáum við með því að bera Hamp olíuna á og með því að enda á hvíta vaxinu fáum við skemmtilega gráann tón.

Ef



Ef þú ert í einhverjum vafa... ef þig langar en þorir ekki alveg að stíga skrefið og mála með þessum dökka lit.....



skúlum við skoða nokkur húsgögn sem hafa verið máluð með Typewriter
 hjá Svo Margt Fallegt:
með því að klikka á myndina ertu komin inní bloggpóstinn um húsgangið og getur skoðað fleyri myndir.
Eldhúsborðið mitt og stólarnir máað með Typewriter
Það fyrsta sem ég málaði með Typewriter var eldhúsborðið mitt og eldhússtólarnir, 
Ég varð svo hrifin af þessu svarta lúkki á þessum setti að allt það sem ég mála hér heima hjá mér í dag mála ég í þessum lit. 



Vinskápur málaður með Typewriter og Kitchen Scale
Svartur getur verið virkilega skemmtilegur litur til að mála yfir og láta efri umferðina flagna af svo svarti liturinn sést svona vel eins og á þessum vínskáp hér að ofan.

Sófaborðið mitt málað í annað sinn
Sófaborðið mitt hafði ég málað með milk paint áður, en skipti um skoðun ári seinna og málaði það aftur..... það er lítið mál að mála aftur og aftur yfir milk paint.
með milk paint færðu einstakt gamalt og slitið útlit
og hér er ekki eins og þetta borð sé nýmálað, frekar eins og það hafi alltaf verið svart.
Borðstofuskápurinn málaður í takt við annað
Gamall illa farinn skápur sem var dreginn undan drasli í bílskúr hér úti í bæ fær nýtt útlit... það er sem betur fer mikið af þessum gömlu góðu að komast aftur í umferð í dag, svo hvers vegna ekki að skella smá málningu á þá og njóta þeirra um ókomin ár.
Gamalt þreytt borðstofuborð verður að einstöku djásni
Þessir tveir bloggpóstar, hér að ofan og neðan, eru líklega með vinsælli Typewriter verkefnum á blogginu!

Sófaborðið á Þingvöllum fær nýtt útlit
Smelltu á myndirnar og skoðaðu ef þú hefur ekki séð bloggpóstana úr sumarbústaðnum.
Ýmislegt málað í sumarbústaðnum á Þingvöllum
Hér að ofan fór ég yfir nokkur verkefni sem voru máluð í vinnuferð í sumarbústað systur minnar.

snyrtiborð fær nýtt útlit með Milk paint
Glæsilegt snyrtiborð fyrir unga heimasætu.

Ég notaði svartan í bland við aðra liti þegar ég málaði jólaskraut í áskorun fyrir síðustu jól.


Hrafnhildur Urbon málar viðarskenkinn sinn
Hrafnhildur er ein af þeim sem kemur aftur og aftur til að kaupa meira af málningu.... enda verður það næstum ávanabindandi hjá sumum að gefa gömlum húsgögnum nýtt útlit

Ellen Halldórs er hæfileikaríkur og ánægður milk paint málari sem var nú ekki lengi að mála þennan fallega skáp.

Berglind er svo annar ótrúlega duglegur milk paint málari sem hefur málað mörg húsgögn með svarta litnum okkar Typewriter og við ætlum að fá að fara smá rúnt heima hjá henni í næsta bloggpósti.
Fylgist með því

Bestu kveðjur
Stína Sæm



ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature