Top Social

Nýjir Vegg-stenslar frá The Stencil Studio í verslun Svo Margt Fallegt

October 18, 2017

Ég var að fá í hús virkilega fallega og skemmtilega stensla frá The Stencil Studio, 
sem eru með svo mikið af fallegum stenslum af öllum stærðum og gerðum.

Ég byrja á nokkrum flokkum í minni stærðunum en mun svo bæta við úrvalið.
 Stærðin sem ég er með er í A4 stærð og minni, en öll þessu mynstur eru svo til einnig í stærri stærðum sem ég get sérpantað.


Stenslarnir eru að koma uppúr kössunum og verða komnir í netverslunina á næstu dögum.
En þangað til langar mig til að kynna fyrir ykkur þau mynsur sem verða fáanleg í netverslun Svo Margt Fallegt. 


Ég ætla að byrja á því að sýna ykkur þau mynstur sem ég mun bjóða uppá í veggstenslunum, sem hægt er að endurtaka og gera að heilmynstri í staðin fyrir að veggfóðra.



Þetta Burkna munstur finst mér ótrúlega skemmtilegt 
og gæti verið fallegt í hvaða herbergi sem er á heimilinu.

Fallegt skandínavískt trémunstur 
sem er bæði fallegt í barnaherbergi eða annarstaðar á heimilið.....

og kemur vel út líka á td lampaskermi eða púða.


Svo eru það geometrísku mynstrin, en ég verð með nokkur þannig,
og öll geta þau verið annað hvort sem "veggfóður" eða stensluð á húsgögn, lampaskerm, púða eða jafnvel rúllugardínurnar... þið bara látið hugmyndaflugið ráða.










Sum eru svo með aðeins meiri retro fíling .....











 og við bætum jafnvel smá marocco áhrifum við sumstaðar...




Öll þessi mynstur hér að ofan eru nú fáanleg hjá Svo Margt Fallegt í Keflavík og verða komin í netverslunina fljótlega....
já og svo vil ég benda á að flest mynstrin eru til í mun stæri útgáfu, sem ég mun svo bæta við úrvalið hjá mér og einnig get ég sérpantað það fyrir ykkur.


Svo verða næstu stensla-póstar um aðra flokka af stenslum....


 td barnaherbergin, 
jólamynstur og míní stenslar.


og svo verður nýtt spennandi milkpaint námskeið með jólastenslum.

 Hvað segið þið? 
Líst ykkur ekki bara vel á að geta veggfóðrar heilt herbergi með einum litlum stensli í hvaða lit eða litum sem við viljum!?


Með bestu kveðju
Stína Sæm


ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature