Top Social

Mánudagsinnlit í virðulegann sænskann Skipstjórabústað

June 16, 2014
 Þetta glæsilega hús, Skipstjórahúsið, 
er byggt í kringum 1880 og allt endurnýjað af núverandi eigendum árið 2010, þar sem gamlar gólfjalir, veggpanell, glerhurðar, pottofnar, eldavel og margt annað var varðveitt og uppgert, svo húsið hefur fengið einstakann sjarma, er viðulegt og bjart með stórum gluggum í allar áttir, stórkostlegt útsýni og skemmtilegt útisvæði.
Húsið er alger draumur í mínum huga, fallegt og heillandi og myndirnar hver annari fallegri svo það var erfitt fyrir mig að velja úr. 
Þannig að þetta er löng, en vonandi áhugaverð heimsókn
 í þetta virðulega og sögulega hús.
Á jarðhæðinni er langur og bjartur inngangur, með innbygðum skáp og litlu salerni, 
eldhús, hol með gamalli sjarmerandi kamínu, skrifstofa og borðstofa.


Allt um húsið á. stadshem.se
Stadshem er fasteignasvefur í Stokkholmi 
sem sérhæfir sig í gömlum byggingum með sál og sögu.
Þar eru einungis íbúðir í húsum byggðum fyrir 1965 og einbýlishús byggð fyrir 1970
Mynduð og stílfærð af fagfólki Stadshem.

Kær kveðja
Stína Sæm
Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature