Top Social

Sumar inspiration: úti í garði

June 28, 2014
Ég hrífst óneitanlega af viltum og fallegum görðum, 
með fullt af  blómstrandi gróðri, óreglulegum stígum, rustic hlutum og notalegu afdrepi til að setjast niður og njóta augnabliksins.


tovestoogfirbeinte.blogspot.com
Það er falleg og notaleg aðkoman að garðinum hjá Tove,
riðgaður pottur eða koppur, gamall mjólkurbrúsi, garðbekkur og blómstrandi sumarblóm opna þennan sumarbloggpóst.

villa-lieblich.blogspot.be
Hér gæti ég hugsað mér að sitja í morgunsólinni í algjöri skjóli, 
með kaffibollann og fallegt vintage tímarit.


lattelisaisland.blogspot.com
Æðislegt afdrep þar sem hægt er að setjast niður í miðjum garðverkum
 og njóta miðdegissólarinnar,

bhg.com/gardening
Blómlegur stígur


pinterest
Gamlar og ljótar hjólbörur verða yndislega fallegar í rétta hlutverkinu,

í einu orði sagt Dásamlegt!


themurmuringcottage.tumblr.com
Hvert ætli þessi stígur leiði okkur?

helmold-hertrich.eu
Þarna búa garðálfar.


vibekedesign.blogspot.com
Bara ef ég ætti nú heilt beð af lavender í garðinum mínum.


Draumurinn minn er að hafa garðinn minn... eða amk hluta af honum í þessum stíl, 
en einhvernvegin virkar það sem komið er, nú meira eins og órækt hér hjá mér, 
 kanski.... bara  kanski, er það vegna þess að enn hef ég ekki gefið mér góðann tíma í garðinn þetta sumarið. En nú er ég á leið í frí, það hefur stytt upp í bili og sólin látið sjá  sig, svo planið er að láta hendur standa framm úr ermum og sinna garðinum. 

Mig langar í fullt af fjölærum blómum uppvið húsið, blandað limgerði allann hringinn og svona frjálslega og fallega stíga innanum blómstrandi blóm og runna. 
já og stóla og bekki um allann garð.

Vill einhver koma og gróðursetja hjá mér haha

Eigið dásamlegan laugardag elskurnar mínar,
knús og koss
Stína garðálfur.


1 comment on "Sumar inspiration: úti í garði "

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature